Fara í efni

Fer í taugarnar á þér að heyra fólk smjatta á mat eða tyggjó ?

Þetta er víst aðal ástæðan fyrir því!
Fer í taugarnar á þér að heyra fólk smjatta á mat eða tyggjó ?

Það er víst ástæða fyrir því!

Að heyra einhvern tyggja, smjatta eða vera endalaust með tyggjó er eitt af mest óþolandi hljóðum á jörðinni, ef þú ert manneskja sem getur ekki hundsað þessi hljóð þá veistu hvað ég er að tala um.

Fólk sem kvartar yfir smjattinu í öðrum eru ekki eingöngu erfitt að vera í kring um, heldur magnast þessi hljóð upp í heila þeirra upp að svo miklu marki að það er ekki hægt að hundsa þau. Smjatt og kjams hljóðin.

Það sama á við um hljóðið þegar einhver er að klippa á sér neglurnar eða stappa fæti í gólfið. Þessi hljóð eru ekki bara óþolandi, heldur geta þau einnig reytt fólk til mikillar reiði. Þessi röskun hefur fengið nafnið “misophonia” eða hræðslan við hljóð.

Þessi sjúkdómur kemur frá miðtaugakerfinu. Og er hann vel tengdur inn á örvun heyrnar á mjög neikvæðan hátt. Þetta orsakar það að einstaklingur með þetta einkenni finnur fyrir ógeði, reiði og skelfingar.

Þetta hljómar eflaust eins og slæmar fréttir í eyrum einhverra en þetta getur einnig sagt til um hvernig persóna þessi manneskja er. Þessi sjúkdómur getur nefnilega þýtt, að sá sem þjáist af honum er meira skapandi en flestir aðrir.

Í grundvallaratriðum segir þetta okkur að þeir sem eru skapandi eiga erfiðara með að loka á pirrandi hljóð.

Og munið smjattarar, að þetta er engum að kenna. Þetta hefur allt með heilann að gera.

Ef þú vilt læra meira um misophonia og jafnvel hvernig best er að meðhöndla það, kíktu þá á myndbandið hér að neðan.

Heimild: davidwolfe.com