Frétt: Hormónatruflandi efni finnast í vinsælum ilmolíum
Fyrir áratug síðan sagði BBC frá grun um að tvær ilmolíur sem algengt er að notaðar séu við svokallaðar ilmolíumeðferðir, geti valdið truflunum á hormónabúskap.
Um var að ræða byrjandi brjóstamyndun í drengjum sem höfðu verið „meðhöndlaðir“ voru með Lavender- eða Tea-tree olíum.
Í dag kom ný frétt frá BBC þar sem sagt er frá rannsóknum sem talið er að staðfesti þennan grun.
Upplýst hefur áður fjallað um notkun svokallaðra ilmkjarnaolía í gervilækningum.
Þessar fréttir styðja enn frekar málstað þeirra sem vara við þessari vitleysu.
Af vef upplyst.org