Frunsur og Herpes eru vírusar sem eiga ekki að vera feimnismál
Herpes simplex vírusinn orsakar frunsur, en þær eru einnig kallaðar blöðrur og myndast á vörunum og í kringum munninn.
Gallinn við þennan vírus er sá að hann sýnir engin einkenni áður en hann birtist. Herpes frunsur byrja vanalega með smá kláða eða kitl tilfinningu á vörum eða í kringum munninn. Á eftir fylgja svo lítil sár sem eru full af vökva og eru venjulega á varabrúninni við neðri vör. Í flestum tilfellum þá hverfur þetta á einni viku án meðferðar, ef ekki þá skaltu leita læknis.
Sýking af herpes simplex vírus týpu 1 er ástæða þess að fólk fær frunsur. Í sjaldgæfum tilfellum geta frunsur einnig myndast af herpes simplex 2. Þessi vírus smitast yfirleitt til fólks snemma á lífsleiðinni. Einnig getur vírusinn smitast ef fjölskyldumeðlimur sem hefur vírusinn kyssir barn. Herpes vírusinn fer í gegnum húðina og vinnur sig upp í taugarnar þar sem hann getur legið í dvala árum saman eða þangað til eitthvað verður til þess að kalla á hann.
Algengustu orsakir þess að vírusinn vaknar eru:
- Stress eða tilfinningaleg vanlíðan.
- Ofreynsla.
- Meiðsli.
- Konur á blæðingum.
- Of mikið af sólböðum.
Hafir þú herpes simplex 1 getur þú fengið herpes simplex týpu 2 ef þú t.d hefur haft munnmök við karlmann eða kvenmann sem er með kynfæra herpes. Þeir sem fá kynfæra herpes fá sársaukafull sár á kynfærin og svæðið í kringum það.
Það er ekki alveg hægt að koma í veg fyrir það að smitast af herpes simples vírusnum eða frunsum ef að vírusinn hefur tekið sér bólfestu í líkamanum.
Einkenni herpes vírusins.
Venjulega þegar upphaflega smitunin á sér stað sem er kölluð aðal smitið, þá sýnir það engin einkenni ekki fyrr en að frunsa byrjar að myndast. Það geta verið svæsin einkenni þar sem að herpes vírusinn brýst út. Ekki má rugla herpes saman við ofnæmi eða álíka sjúkdóma.
Herpes primary simplex vírusinn myndast sem sýking í börnum undir 5 ára aldri. Hann getur lýst sér með höfuðverk, vanlíðan, hálsbólgu, bólgnum eitlum, munnangri (herpes simplex gingivostomatitis) og eru þetta eðlileg einkenni sé vírusinn að myndast. Einnig getur munnvatn aukist til muna og hiti hækkað upp í 38C eða hærra. Að auki getur vöntun á vökva í líkamanum gert vart við sig. Passa þarf þá að vinna upp vökvatapið.
Hjá fullorðnum er primary herpes simplex vírusinn ekki algengur. Hinsvegar, eru einkennin samt þau sömu og hjá börnum fyrir utan að fullorðin einstaklingur fær ekki bólgna eitla. Fullorðnir geta fundið fyrir andremmu og jafnvel getur magasár myndast frá sárum í munni. Fullorðnir sem hafa fengið herpes vírusinn þegar þeir voru ungir geta alltaf fengið einkennin og útbrotin aftur og aftur.
Meðferð við frunsum.
Meðferðinni einblínir á að róa sýkinguna og stytta tímann sem það tekur frunsuna að hverfa. Án meðferðar tekur um 10 daga fyrir frunsu að hverfa en læknar mæla yfirleitt með áburði sem hægt er að kaupa í næsta apóteki. Áburðurinn kemur einnig í veg fyrir að herpes vírusinn dreyfi sér frekar.
Er herpes simplex vírusinn smitandi?
Frunsur eru smitandi, sérstaklega þegar þær eru að myndast og halda áfram að vera smitandi þangað til þær eru alveg orðnar þurrar með hrúðri á .
Þegar manneskja hefur fengið herpes simplex vírusinn í líkamann eða fengið frunsu en hefur ekki fengið nein einkenni afar lengi þá þýðir það ekki að vírusinn sé horfinn úr líkamanum. Hann liggur í dvala þangað til eitthvað gerist sem vekur hann aftur upp úr þessum dvala.
HÉR má lesa fleiri áhugaverðar greinar um herpes vírusinn og frunsur.