Fara í efni

Fyrstu skórnir - grein af mamman.is

Við kaup á fyrstu skónum þarf að huga að ýmsu. Við spurðum því hana Kristínu Johanssen eiganda skóverslunarinnar Fló um hvað hafa ber í huga við fyrstu skókaupin.
Fyrstu skórnir - grein af mamman.is

Grein af vef mamman.is

Við kaup á fyrstu skónum þarf að huga að ýmsu. Við spurðum því hana Kristínu Johanssen eiganda skóverslunarinnar Fló um hvað hafa ber í huga við fyrstu skókaupin.

Hvað ber að hafa í huga við kaup á fyrsta skóparinu fyrir barnið? 

Við kaup á fyrstu skóm er gott að þreifa á skónum til að ganga úr skugga um að þeir séu úr mjúku og góðu leðri, nái upp á ökklann og séu með mátulega sveigjanlegan sóla. Sólinn má ekki vera of stífur og ef barnið er enn valt á fótunum er betra að hafa sólann sveigjanlegri þar sem það er enn að skríða heilmikið. Einnig þarf sólinn að vera stamur til að börnin renni ekki á sléttum gólfflötum. Skórnir þurfa að vera rúmir en þó má ekki muna meira en 1cm á lengdina..Það er mikilvægt að kaupa skó sem passa, því þá eru börnin örugg á fótunum og beita þeim síður rangt. Svo skoðar maður hvernig börnin bera sig í skónum og ef þau bera sig vel og eru glöð er það yfirleitt merki um að þeim líði vel í þeim. Ef þau eru hikandi að ganga eða setjast alltaf niður þegar þau eru í skónum þá þarf að finna aðra.

Er einhver litur að koma sterkur inn fyrir vor og sumar þetta árið?

Mér finnst klassískir litir vera ráðandi fyrir strákana eins og cognac brúnn og dökkblár, og fölbleikur, silfur og gull hjá stelpunum. Í sumar verða sandgrár og mintugrænn einnig áberandi.

Eru miklar tískubylgjur í skófatnaði barna . . . LESA MEIRA