Fara í efni

Getur verið að fleiri ungar konur fari að láta fjarlæga úr sér eggjastokkana?

Ný rannsókn lækna við háskólann í Toronto í Kanada hefur sýnt að konur sem fara í próf fyrir BRCA1 genið, en það gen eykur hættu á brjóstakrabbameini, krabbameini í eggjastokkum og öðrum krabbameinum, ættu að láta fjarlæga eggjastokkana áður en þær verða 35 ára.
Teiknuð mynd af eggjastokkum
Teiknuð mynd af eggjastokkum

Ný rannsókn lækna við háskólann í Toronto í Kanada hefur sýnt að konur sem fara í próf fyrir BRCA1 genið, en það gen eykur hættu á brjóstakrabbameini, krabbameini í eggjastokkum og öðrum krabbameinum, ættu að láta fjarlæga eggjastokkana áður en þær verða 35 ára.

Þessi rannsókn var birt núna nýlega í the Journal of Clinical Oncology og tóku um 5.800 konur með BRCA frumubreytingar þátt í henni. Þessar frumubreytingar eru erfðarfræðilegar og oftast ekki uppgötvaðar fyrr en við rannsókn eða við uppgötvun á æxli sem gæti verið krabbamein.

Konurnar í þessum hópi sem höfðu látið fjarlæga eggjastokkana snemma drógu úr áhættunni á krabbameini um 80%.

Frægar konur, eins og Angelina Jolie, Christina Appelgate og Sharon Osbourne eru miklar talskonur fyrir hætturnar á BRCA geninu. Þær hafa allar gengið undir aðgerðir og létu fjarlæga bæði brjóstin þegar þær greindust jákvæðar með BRCA genið.

Ef brjóstakrabbamein er greint snemma eru aukast lífslíkur um 93%.

Hins vegar eru horfur á lækningu vegna krabbameins í eggjastokkum ekki eins góðar. Ef það er uppgötvað snemma geta líkurnar verið eins góðar og með brjóstakrabbamein.

En það er ástæða fyrir því að þetta krabbamein í eggjastokkum er kallað “silent killer”. Einkennin sem eru afar svipuð þeim óþægindum sem túrverkir hafa í för með sér gera það að verkum að konur fara of oft seint í rannsókn.

Krabbamein í eggjastokkum er það mein sem flestar konur sem fá krabbamein deyja úr. Staðan hefur verið sú sama í 40 ár.

The American Cancer Society spáir að á þessu ári munu um 21,980 ný tilfelli af krabbameini í eggjastokkum vera greint og rúmlega helmingur af þeim konum sem greinast muni deyja.

Þessi nýja rannsókn sýnir að læknisfræðileg inngrip eru eina leiðin til að bæta  þá tölfræði.

Þegar konur þurfa að láta fjarlægja eggjastokkana þá byrjar breytingaskeiðið strax og að þær munu finna fyrir einkennum árum saman.

“En það er þess virði” segir Steven Narod, M.D hjá University of Toronto í Kanada sem stjórnaði þessari rannsókn.

"Þessar upplýsingar eru svo sláandi að við trúum að fyrirbyggjandi eggjastokksnám um 35 ára aldur, ætti að verða alhliða staðall fyrir konur með BRCA1 stökkbreytingu." Sagði Steven Narod, læknir að lokum.

Heimildir: cosmopolitan.com