Fara í efni

Geymsluþol frystra matvæla er misjafnt

Við vitum hvað við borðum þegar við eldum matinn sjálf heima. Sóun matvæla er sorglega mikil á sumum stöðum þar sem mat er hent þó hægt sé að elda góða máltíð úr hráefninu og hægt að frysta afganga.
Gott er að eiga frystikistu
Gott er að eiga frystikistu

Við vitum hvað við borðum þegar við eldum matinn sjálf heima. Sóun matvæla er sorglega mikil á sumum stöðum þar sem mat er hent þó hægt sé að elda góða máltíð úr hráefninu og hægt að frysta afganga. Það eru þó margir sem  skipuleggja innkaupin vel og nýta afganga í ljúffenga rétti.

Frystirinn kemur oft að góðum notum en þá þarf að skipuleggja pökkun matvæla miðað við frystingu og fjölda heimilismanna.   

Gott að venja sig á að dagsetja matvælin þegar þau eru sett í frysti því  geymsluþolið er misjafnt.  Það er hægt að frysta flestar tegundir matvæla þó t.d. matur með majonesi og rjómasósur þoli það illa.  Oftast er fæðan nægjanlega örugg ef farið er eftir reglum um hreinlega meðferð matarins er fylgt og frystirinn heldur kuldastiginu (15-18 stig C) . Ferskur fiskur og kjöt missir upphaflega áferð við frystingu, bragð og áferð getur breyst og næringargildi tapast úr frystum matvælum með tímanum.  

Það er ekki hægt að ganga út frá því að matvæli sem við tökum úr frystinum séu alltaf í fullkomnu lagi. Hér er listi yfir geymsluþol matvæla í frysti sem hægt er að nota sem viðmiðun:

Nautahakk= 3-4 mánuðir

Hrá kjötstykki-steik= 9-12 mánuðir

Hrátt fuglakjöt= 9-12 mánuðir

Hrár nýr fiskur = 9-12 mánuðir

Ferskir ávextir og grænmeti = 5-6 mánuðir

Kjötbollur eða kjöthleifur = 2-3 mánuðir

Súpur= 2-3 mánuðir

Brauð= 1-2 mánuðir

Pylsur, beikon, tilbúnir kjötréttir, kjötafgangar = 1-2 mánuðir

Ís í boxi sem búið er að opna = 1-2 mánuðir

Frekari upplýsingar um meðferð matvæla má finna á vef Matvælastofnunar

Heimild: heil.is