Fara í efni

Glænýtt MAN Magasín er komið út

Í blaðinu er ansi margt skemmtilegt og áhugavert.
Glænýtt MAN Magasín er komið út

Í blaðinu er ansi margt skemmtilegt og áhugavert.

Má nefna t.d að Emiliana Torrini er flutt heim.

TILBÚIN OG EKKI SMEYK.

Emiliana er flutt aftur heim en segir það hafa tekið hana um tvö ár að „lenda“ aftur hér enda bæði hún og samfélagið breytt eftir 20 ára fjarveru hennar. Það var fyrir tilstuðlan bresks sambýlismanns hennar að fjölskyldan flutti hingað til lands og unir sínum hag vel í Kópavoginum. Margt breyttist í lífi söngkonunnar eftir fæðingu einkasonarins fyrir sex árum síðan, fókusinn fór annað og hún segist hafa „komist úr úr sjálfri sér – sem betur fer!“ Gríðarlegur sviðsskrekkur sem hamlaði henni allan ferilinn hafi jafnframt minnkað og nú loks sé hún tilbúin að standa í Hörpu ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands en með henni heldur hún tvenna tónleika í maí. Emiliana fer um víðan völl í einlægu viðtalinu og talar m.a. um uppvöxtinn, hvernig hún og sambýlismaðurinn kynntust, snemmbúna miðaldrakrísu og bestu ákvörðun lífs síns: Að hætta að túra!

ÚTTEKT: OFURGRÓÐI BANKANNA

Þrír stærstu viðskiptabankar Íslands skiluðu rúmlega hundrað milljarða hagnaði árið 2015. Bankarnir hafa því skilað tæplega fimm hundruð milljörðu, það er 472 milljörðum, í arð frá árunum eftir hrun.

ÖRLAGARÍKRI RÚSSÍBANAREIÐ OG HJÚKRUN HEILBRIGÐISKERFISINS

Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarkona forstjóra Landspítalans í ítarlegu viðtali um starfsferilinn innan heilbrigðisgeirans, ástandið í heilbrigðiskerfinu og heilablæðingu sem hún varð fyrir í rússíbana í Harry Potter skemmtigarðinum.

NEITAR AÐ LEGGJAST Í KÖR

Sonja Berglind Hauksdóttir hefur upplifað djúpa dali á lífsleiðinni, hún varð móðir aðeins 15 ára gömul og hefur þurft að kljást við alvarlega kvilla bæði andlega og líkamlega. Hún venti sínu kvæði í kross fyrir nokkrum árum, fór að vinna bæði í andlegri og líkamlegri heilsu sinni og uppskar eins og hún sáði. Nú miðlar hún reynslu sinni til annarra sem yogakennari og býður upp á parayoga þar sem hún lofar iðkendum styrkara og dýpra sambandi sem og auknu trausti og nánd.

Vortískan, Alexander McQueen, Hönnunarmars, veisluréttir Nönnu Rögnvaldar og Hrefnu Sætran og ótal margt fleira.

Skelltu þér á eintak á næsta sölustað.