Fara í efni

Glódís Perla Viggósdóttir sparkar tuðru með Stjörnunni en gaf sér tíma í smá viðtal

Hún Glódís Perla er 19 ára gömul og er uppalin í Kópavoginum og býr þar enn.
Hún er glæsileg ung kona hún Glódís Perla
Hún er glæsileg ung kona hún Glódís Perla

Hún Glódís Perla er 19 ára gömul og er uppalin í Kópavoginum og býr þar enn.

“Ég útskrifaðist með stúdent úr Kvennaskólanum í Reykjavík í Desember í fyrra og stefnan er sett á sálfræði í HÍ í haust. Aðal áhugamálið mitt er eiginlega bara íþróttir en annars finnst mér hrikalega gaman að spila á gítar þegar ég er ein heima og svo syng ég við öll tækifæri, ekki viss samt hversu vel.”

“Ég hef alltaf verið mikið í íþróttum og þegar var yngri var ég að æfa handbolta, fótbolta og júdó, allt í einu og fannst það alveg súper skemmtilegt allt saman og svo hélt ég áfram í bæði handbolta og fótbolta þangað til ég var 16 ára gömul.”

“Ég hef alltaf notið mikils stuðnings frá fjölskyldunni minni í öllu sem ég tek mér fyrir hendur og hafa mamma og pabbi alltaf snúið lífi sínu í kringum mig og systur mínar tvær þegar kemur að áhugamálum okkar. Ég man held ég ekki eftir leik eða móti þar sem mamma og pabbi voru ekki á frá því ég var lítil, hvort sem það var hjá mér eða systrum mínum og alveg sama hvaða íþrótt það var. Svo hafa þau mætt á nánast hvern einasta leik hjá mér síðan þá og jafnvel ferðast til útlanda til að fylgjast með mér og styðja mig og liðið, þau eru algjörlega frábær og stór hluti af því afhverju ég hef náð einhverjum árangri.” 

hh

Hvenær byrjaðir þú að æfa fótbolta?

Ég byrjaði að æfa þegar ég var 9 ára gömul.

Með hvaða liði ertu að spila með í dag og eru æfingarnar krefjandi?

Ég spila með Stjörnunni. Æfingarnar eru mjög mismunandi en eru oft krefjandi og við setjum líka miklar kröfur á hvor aðra um að leggja okkur fram og gera vel sem ýtir undir gæðin og hraðan á æfingunum. 

Spáir þú mikið í mataræðið?

Já, ég reyni að gera það og að forðast það sem er óhollt fyrir líkamann, aðalega í kringum leiki og æfingar en ég leyfi mér þó af og til að njóta þess sem mér þykir gott.

Glódís ásamt foreldrum sínum

a

Hvað er minnistæðast úr leik hjá þér?

Þegar ég klúðraði víti sem orsakaði tap í úrslitaleik í fyrsta fótboltamótinu mínu þegar ég var 9 ára og ég fór að gráta og labbaði beint til mömmu og pabba og sagðist aldrei aftur ætla að spila fótbolta.

Er félagsskapurinn í kringum boltann ekki skemmtilegur?

Jú hann er alveg frábær, fótboltastelpur eru nefnilega alveg súper skemmtilegar!

a

Hefur þú verið að spila erlendis, með erlendu liði ?

Ekki sem atvinnumaður nei en ég spilaði með liði sem hét Egebjerg í Danmörku í 1 ár þegar ég var 9 ára og svo fluttist fjölskyldan aftur til Danmörkur 2011 í hálft ár og þá spilaði ég með Horsens SIK.

Kæmist þú af án síma, tölvu og alls þessa í heila viku ?

v

Ég held ég gæti það auðveldlega ef það yrði tekið af mér og ég hefði ekkert annað val, en held það væri svolítið erfitt að reyna bara að sleppa því sjálf. 

Áttu gott ráð fyrir stelpur sem langar að byrja að æfa fótbolta?

Það er aldrei of seint að byrja að æfa, Sif Atladóttir miðvörður hjá íslenska landsliðinu sem spilar sem atvinnumaður í Svíþjóð byrjaði að æfa 15 ára gömul! Heimurinn er bara svo frábær að það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. 

d