Gömul og góð húsráð sem eyða vondri lykt og standa enn fyrir sínu
Öllu hefur fleygt fram á síðustu árum, líka húsverkunum.
Nú eru t.d. til ryksuguvélmenni, mjög svo tæknilegt skúringadót, og allskyns tól og tæki, efni og lausnir sem hægt er að grípa til þegar þess þarf í heimilishaldinu.
Gamalt og gott
En þrátt fyrir allar þessar nýjungar er margt af því sem mömmur okkar og ömmur og jafnvel langaömmur lærðu hér í gamla daga sem enn er í fullu gildi. Gömul húsráð eiga enn við.
Ég rakst á skemmtilega grein í gamalli blaðaúrklippu á dögunum. Greinin bar þessa skemmtilegu fyrirsögn: Fnykurinn útlægur ger!. En greinin fjallar um gömul og góð ráð til að eyða vondri lykt.
Kíkjum aðeins á þessi ráð
1. Ef fatnaður lyktar torkennilega, til dæmis ef maður hefur gleymt honum í þvottavélinni, er gott að nota matarsóda í stað hefðbundins þvottaefnis næst þegar fötin eru þvegin, til að losna við lyktina.
2. Inni á baðherbergi má yfirleitt finna ýmsan óþef. Rök baðmotta lyktar illa. Til að koma í veg fyrir þá ólykt er gott að venja sig á að hengja hana á sturtuhengið eða leggja hana á baðkarsbrúnina eftir sturtu eða bað.
3. Í sumarbústöðum, geymslum, hjólhýsum eða öðru sem venjulega er ekki kynt yfir vetrartímann getur myndast fúkkalykt. Einfalt ráð er að skilja eftir kol á gólfinu. Þau draga til sín raka.
4. Til að losna við reykingalykt beitir fólk ýmsum ráðum. . . LESA MEIRA