Fara í efni

Guðni Gunnarsson lífsráðgjafi í spjalli við Heilsutorg.is

Hann Guðni Gunnarsson er lífsráðgjafi og rekur rope yoga setrið í laugardal. Störf hans felast m.a. í rope yoga kennslu og námskeiðahaldi sem hafa með breyttan lífstíl að gera.
Guðni Gunnarsson
Guðni Gunnarsson

Hann Guðni Gunnarsson er lífsráðgjafi og rekur rope yoga setrið í laugardal. Störf hans felast m.a. í rope yoga kennslu og námskeiðahaldi sem hafa með breyttan lífstíl að gera.

Námskeiðið máttur athyglinnar er t.d sjö vikna lífstílls námskeið þar sem bókin Máttur athyglinnar er umgjörð þessara breytinga ásamt því að mæta í 12 rope yoga tíma. Guðni er einnig með einkatíma í lífsráðgjöf. Hann segir þessa ráðgjöf ganga út á orkuumsýslu þ.e. að læra að verja athygli sinni og orku í það sem maður vill og hætta þar með að verja allri sinni orku í það sem maður vill ekki. 

Guðni er að vinna að útgáfu bókanna Máttur viljans (Presence is Power) og Máttur athyglinnar (The Prosperity Action Guide) í Bandaríkjunum og kemur Presence is Power út í júlí 2014. 

Heimasíða rope yoga setursins er ropeyogasetrid.is síminn þeirra er:  535-3800.

Hvernig byrjar þú þinn týpíska morgun?

Dagurinn minn hefst kl 04:30 og það fyrsta sem ég geri þegar ég vakna er að fara strax á fætur bjóða mér góðann daginn og segjast elska mig. Síðan fæ ég mér vatn með grapefruit extract á fastandi maga. Á meðan ég stunda öndunnar og hugleiðslu æfingar hita ég vatn og þegar það er nægilega heitt, ekki soðið þá tek ég hálfa lífræna sítrónu og hálfa lime, sker í báta, kreisti í stórt glas og fylli með vel volgu vatni. Þetta drekk ég síðan á meðan ég raka mig, snyrti og sturta.

Er eitthvað sem þú átt alltaf til í ísskápnum?

Lífrænar sítrónur og lime, epli og chili mauk frá Bændum í bænum.

Hvað er það lang skemmtilegasta sem þú gerir?

Verja tíma með góðum vinum og næra velsæld með líflegum umræðum og góðri næringu.

Er eitthvað sem þú getur alls ekki verið án, þá á ég við hlut- hluti?

Nei!  En það sem ég vil ekki vera án er Rope Yoga bekkurinn minn!

Hvað ertu að æfa og hvernig æfingar gerir þú?

Ég æfi eftir kerfi sem ég kalla glómotion í USA eða rope yoga flex-trx á íslandi. Það er kerfi sem saman stendur af mismunandi rope yoga æfingum, gló öndunaræfingum, gló trx mótstöðuæfingum, gló flæðisæfingum, gló stöðuæfingum, gló teygju og slökunaræfingum.

Hvað var í matinn á aðfangadag?

Við verjum aðfangadag með systir Guðlaugar konu minnar og hennar fjölskyldu, þar er hamborgarahryggur hefð með miklu grænmeti sem meðlæti.

Hver er uppáhalds staðurinn þinn á Íslandi?

Stykkishólmur!

Myndir þú nota hjól meira til að komast á milli staða ef aðstæður leyfa?

Já, hjól er öflugt faratæki og skemmtilegt æfingaráhald. Vegna starfa minna og aðstæðna hefur það ekki hentað mér hingað til sem faratæki en ég er að huga að því hvernig ég get komið hjóli við þegar það henntar.

Stundar þú vetrar íþróttir, skíði og þess háttar?

Skíði er mín uppáhalds íþrótt og varði ég að meðaltali 20 til 30 dögum til skíðaiðkanna á ári meðan ég bjó í Bandaríkjunum. Eftir að ég flutti heim hefur dregið úr þessu vegna ýmissa ástæðna og meðaltalið komið niður fyrir 7 daga. Úr þessu mun ég bæta á þessu ári.

Ef þú værir beðin um að gefa gott ráð til hóps af fólki,hvaða ráð væri það?

Stysta leiðin inn í velsæld felst í fimm einföldum skrefum:

1) Athygli

Að vera í vitund, vera kærleiksríkt vitni í eigin lífi og skilja að maður er ekki hugsanir sínar. Til að viðhalda þessari vitund þarf maður að iðka eða æfa hana.

2) Öndun

Öndun er öflugasta leiðin til að iðka vitund; umfang öndunar er umfang lífsins. Við virkjum getu okkar til að vinna úr súrefni og súrefnis- hæfni líkamans opinberar þá heimild sem við höfum veitt okkur til ástar í eigin lífi.

3) Að tyggja

Að tyggja inn í velsæld krefst vitundar; við nærum okkur í vitund og skiljum að við getum fimmfaldað nýtingu á þeirri orku sem við inn- byrðum. Slík nálgun á næringu er í eðli sínu öflug ástarjátning sem hefur samstundis mikil áhrif.

4) Að drekka vatn

Vatn er ekkert annað en ást, það tærasta sem til er, forsenda alls lífs og velsældar. Við vökvum blómið okkar í vitund til að við getum blómstrað og borið ávöxt. Við böðum okkur í vökva ljóssins og drekkum 6–8 glös af hreinu vatni daglega.

5) Að taka ábyrgð

Við tökum ábyrgð á þeirri orku sem við höfum unnið út úr eigin orkuveri. Þegar við vökvum blómið okkar, nærum okkur í vitund, öndum og tyggjum verðum við að kjarnorkuveri. Munurinn á orkuveri og kjarnorkuveri er vitundin.