Fara í efni

Guli miðinn styrkir Krabbameinsfélagið um eina milljón króna

Í október breytti vítamín-og bætiefnalínan Guli miðinn um lit og varð Bleiki miðinn
Hann var bleikur miðinn í október
Hann var bleikur miðinn í október

Í október breytti vítamín-og bætiefnalínan Guli miðinn um lit og varð Bleiki miðinn. 

Tilefnið var árleg söfnun Bleiku slaufunnar í október. Þrjár algengustu og mest seldu vörurnar í  vítamínlínu Gula miðans Múltí vít, Mega Omega 3 og D-3 vítamín voru settar í bleikan  búning út október 2014 til styrktar baráttunni gegn krabbameini í konum. 200 kr. af hverju seldu glasi rann  til styrktar Krabbameinsfélagsins.   

Í gær  afhenti  Hafdís Guðmundsdóttir markaðsstjóri  Heilsu, Þresti Árna Gunnarsyni fjármálastjóra Krabbameinsfélagsins eina milljón króna sem safnaðist í átakinu.

Hafdís segir að átakið hafi gengið vonum framar og þakkar öllum kærlega fyrir kaupin á Bleika miðanum og aðstoðina við að styrkja Krabbameinsfélagið til áframhaldandi góðrar vinnu við forvarnir gegn krabbameini.