Hægðatregða
Hvað er hægðatregða?
Hvað er hægðatregða?
- Harðar hægðir sem erfitt er að losa sig við eða koma með margra daga millibili. Sársauki við endaþarmsopið þegar viðkomandi hefur hægðir ef sprungur hafa myndast í kringum endaþarmsopið. Í flestum tilfellum er hægðatregða ekki hættuleg en það getur hins vegar verið merki um annan undirliggjandi sjúkdóm. Komi blæðing frá endaþarmi ætti að láta lækni rannsaka það.
Hver eru einkennin?
- Sársauki og blæðing við endaþarmsop þegar viðkomandi hefur hægðir.
- Sú tilfinning að vera enn mál eftir hægðalosun.
- Þensla á kvið.
Hver er orsökin?
- Of lítil vökvaneysla, þ.e. drukkið of lítið.
- Neysla trefjasnauðrar fæðu. Trefjar eru ómeltanlegur hluti fæðunnar og haldast því í þörmunum og draga til sín vökva sem gerir hægðirnar mýkri.
- Hægari efnaskipti (eins og verða t.d. þegar skjaldkirtillinn starfar of hægt.)
- Ristilkrampar.
- Bakverkir.
- Langvinnur nýrnasjúkdómur.
- Krabbamein í ristli eða endaþarmi?
Hvenær er hætta á ferð?
- Ef þú notar ákveðin lyf sem valda hægðatregðu. Dæmi um lyf sem valda henni eru atropin, kalsíumblokkarar, betablokkarar, þrísýklísk þunglyndislyf, morfínlík efni, járn og lyf sem binda magasýrur.
- Þú finnur fyrir almennri vanlíðan.
Hvað er best að borða til að forðast hægðatregðu?
- Trefjaríka fæðu eins og hveitiklíð, gróft korn, ávexti og grænmeti.
- Drekka 8-10 glös af vatni á dag.
- Heitir drykkir eins og te, kaffi eða heitt vatn geta örvað hægðirnar.
- Gott er að drekka sveskju- eða plómusafa.
- Forðast fín brauð, kökur og sykur.
Ráðleggingar
- Hreyfðu þig reglulega því hreyfing hefur góð áhrif á starfsemi þarmanna og dregur almennt úr streitu.
- Vendu þig á reglulegar hægðir. Best er að hafa hægðir fyrsta klukkutímann eftir morgunmat. Taktu það rólega og sittu a.m.k. í 10 mínútur hvort sem þú hefur hægðir eður ei.
- Það getur hjálpað að halda dagbók til að reyna að finna út hvað það er sem veldur einkennunum.
Hvað gerir ástandið verra?
- Gyllinæð
- Svo mikil notkun hægðalyfja að viðkomandi verði háður þeim.
- Kviðslit vegna of mikils þrýstings við hægðir.
- Leg- eða endaþarmssig.
Framtíðarhorfur
Yfirleitt er hægt að lækna ástandið með hreyfingu, breyttu mataræði og mikilli neyslu vökva. Ef sjúklingurinn lagast ekki, léttist, færð kviðverki, blóð eða slím með hægðum ætti að leita læknis.
Hvaða lyf eru í boði?
- Hægðalyf sem mýkja hægðirnar.
- Lyf sem auka þarmahreyfingar.
- Samansett hægðalyf.
- Hægðalyf sem gefin eru í endaþarminn.
Grein af vef doktor.is