Fara í efni

Hægt að sporna við heilahrörnun

Heilahreysti er orð sem ég nota sem hliðstæðu við líkamshreysti.
Hægt að sporna við heilahrörnun

„Heilahreysti er orð sem ég nota sem hliðstæðu við líkamshreysti. Ég nota þetta orð í þeim tilgangi að leggja áherslu á að mikilvægt þess að huga að heilbrigði heilans alla ævi nákvæmlega eins og við hugum að líkamshreysti. Fólk vill oft gleyma því að heilinn er hluti af öllum líkamanum en ekki aðskilinn honum eins og fólk virðist stundum halda,“ segir María Kristín Jónsdóttir dósent í sálfræði við Háskólann í Reykjavík.

María er með doktorspróf í klínískri taugasálfræði frá háskólanum í Houston í Texas. Meðfram kennslu hefur hún starfað í hlutastarfi á Landspítalanum frá 1991, hin síðari ár hefur María starfað á minnismóttökunni á Landakoti þar sem greining heilabilunar fer fram

María segir að það sé að einhverju leyti hægt að sporna gegn heilahrörnun. „Allt sem er gott fyrir hjartað er gott fyrir heilann. En heilahreysti er langhlaup eins og líkamshreysti. Að sporna við hrörnun heilans er ævilangt verkefni enda hefur verið bent á að við þurfum að gæta að hugrænni heilsu alla ævi,“ segir hún og bætir við að það sé aldrei of seint að bæta við og gera sem mest úr því sem við höfum. Það hafi verið gerðar rannsóknir á áhrifum þolþjálfunar á heila eldri borgara.

Þessar rannsóknir leiði í ljós stækkun á ákveðnum heilasvæðum þegar fólk fer að þjálfa. „Þessar breytingar gerast nokkuð hratt. Sömuleiðis eru til rannsóknir sem sýna hvernig heilinn getur breyst með sérhæfðri þjálfun. Heilinn er sveigjanlegur og getur breyst og bætt við sig með þjálfun alla ævi. Það er ekki svo langt síðan menn héldu að þetta væri ekki mögulegt. Enn er þó of algengt að heyra fólk segja að það sé bara eðlilegt að missa minnið með hækkandi aldri. Það sé lítið við því að gera og engum vörnum verði við komið.

Góð ,,umhirða” heilans kemur okkur til góða þegar við eldumst því þá rýrnar heilinn að einhverju leyti og þá er mikilvægt að vera búinn að leggja fyrir í heilabankann ef svo má segja, eða safna nokkurs konar forða. Enda tala fræðimenn um heilaforða til að skýra það af hverju sumir einstaklingar virðast hafa meira viðnám en aðrir gegn hrörnunarsjúkdómum í heila. Það er þá haft á orði að þeir sem hafa meira viðnám gegn heilasjúkdómum hafi meiri heilaforða. Það eru mörg atriði sem skipta máli fyrir utan reglubundna hreyfingu; t.d. að lágmarka áhættuþætti eins og háan blóðþrýsting. Einnig þarf að gæta þess að svefn sé góður og streita sé í lágmarki. Þetta er í raun einfalt; allt sem stuðlar að almennu heilbrigði og vellíðan stuðlar að heilahreysti. Menntunarstig skiptir líka máli svo og félagslegt umhverfi og almenn virkni,“ segir María.

 María segir að það sé ekki hægt að gefa algilt svar við því hvenær á ævinni heilinn fari að gefa sig. „Það væri líka varhugavert því þótt heilinn byrji að gefa sig, eða kannski er betra að segja að breytast, kemur það ekki endilega fram í hegðun okkar eða hugrænni getu. Til dæmis eru margir sem deyja með ummerki Alzheimer sjúkdóms í heila án þess að hafa haft . . . LESA MEIRA