Fara í efni

Hærri blóðsykur, meiri vitglöp!

Læknirinn Andreas Eenfeldt heldur úti heimasíðunum kostdoktorn.se og dietdoctor.com og er mörgum hér á Íslandi að góðu kunnugur fyrir skrif sín um mataræði.
Hærri blóðsykur, meiri vitglöp!

Læknirinn Andreas Eenfeldt heldur úti heimasíðunum kostdoktorn.se ogdietdoctor.com og er mörgum hér á Íslandi að góðu kunnugur fyrir skrif sín um mataræði.

Þessi grein er þýdd af síðunni dietdoctor.com og heitir “More Blood Sugar, More Dementia!

Viltu forðast heilabilun þegar þú verður eldri? Þá ættirðu kannski að gæta varúðar þegar þú umgengst matvæli sem hækka blóðsykur.

Í nýlegri rannsókn sem birt var í hinu virtu vísindatímariti New England Journal of Medicine sýnir að meiri hætta er á vitglöpum hjá fólki sem er með hærri blóðsykur. Þetta á líka við um svokallað “eðlilegt” magn blóðsykurs, ekki bara sykursýki.

Hér að ofan er graf úr rannsókninni sem sýnir meðaltal blóðsykurs í heilbrigðum einstaklingum (ekki sykursjúkum) og hlutfallslega hættu á að þróun vitglapa.

Lágur blóðsykur, lítil áhætta

Eins og þú sérð er tölfræðilega gagnlegt að viðhalda meðaltali blóðsykurs í kringum 90 mg/dl (5 mmól/l) – og verra ef meðaltalið er yfir 108 mg/dl (6 mmól/l).

Eins og venjulega, sannar tölfræðileg fylgni ekki að hættan á vitglöpum minnki með því að forðast mat sem hækkar blóðsykur (eins og sykur og korn). Þetta er bara önnur vísbending. Við vissum fyrir að heilabilun er mun algengari hjá fólki með kviðfitu, sykursýki 2 og aðra efnaskiptasjúkdóma. Þetta eru allt vandamál sem líklegra er að þú fáir ef þú borðar of mikið af slæmum kolvetnum.

Til að ákvarða orsökina þurfum við að framkvæma dýrar rannsóknir sem bera saman lágkolvetnafæði og samanburðarhóp til að athuga hvort hætta á vitglöpum fer í raun minnkandi. Slíkar rannsóknir taka langan tíma, eftir að þær hefjast. Við gætum þurft að bíða í 10-20 ár eftir niðurstöðum.

Meðan við bíðum niðurstaðna ákvað ég að skoða blóðsykurinn minn, einni klukkustund eftir mikinn lágkolvetna- morgunmat . Blóðsykurinn minn var 92 mg/dl (5,1 mmól/l). Góð tilfinning!

Greinin er þýdd af síðunni dietdoctor.com

P.S. Ekki gleyma að læka okkur á Facebook!

Grein af betrinaering.is