Fara í efni

Getum við treyst öllum náttúrulegu háralitunum?

Það er ekki að ástæðulausu sem fólk ákveður að kaupa háraliti sem gera út á það að vera náttúrulegir, lífrænir eða án ýmis konar efna. Margir hafa ofnæmi, eru að hugsa um heilsuna og umhverfið. Því er leitt að sjá að flestir þessara lita innihalda óæskileg efni og eru því auglýstir á fölskum forsendum.
sumir hárlitir geta verið varasamir
sumir hárlitir geta verið varasamir

Það er ekki að ástæðulausu sem fólk ákveður að kaupa háraliti sem gera út á það að vera náttúrulegir, lífrænir eða án ýmis konar efna.  Margir hafa ofnæmi, eru að hugsa um heilsuna og umhverfið.  Því er leitt að sjá að flestir þessara lita innihalda óæskileg efni og eru því auglýstir á fölskum forsendum. 

Því miður eru orð eins og organic og natural ekki lögvernduð og því þarf ekkert sérstakt að búa á bak við þau. 

Einhverjir háralitir bera þessa frasa meira að segja í heiti sínu.  Sumir þessara lita innihalda náttúruleg og/eða lífrænt vottuð efni en það dugir skammt þegar búið er að blanda litinn með heilsuspillandi efnum. Mörg fyrirtæki halda því fram að það skipti ekki máli að þessi efni séu í litum því magnið sé svo lítið en þessi efni hafa svo sterk áhrif að það skiptir ekki máli þó svo að magnið sé afskaplega lítið, ef það er til staðar getur það valdið skaða.

Enn er ekki komin nein örugg vottun fyrir háraliti og lítið að marka þó svo einstök efni í litnum hafi góða vottun. Þess vegna mæli ég sterklega með því að allir sem vilja forðast skaðvalda í háralitum lesi vel innihaldslýsingu litanna áður en þeir eru notaðir.  

Helstu efni sem ætti að forðast eru:

 - Öll efni sem innihalda toluene-2,5-Diamine í nafninu. Það er mjög ofnæmisvaldandi, eitrað, heilsuspillandi.

- Öll efni sem innihalda resorcinol í nafninu.  Það er ofnæmisvaldandi og hugsanlega hormónatruflandi.

- Öll efni sem innihalda aminophenol í nafninu. Þau eru mjög ofnæmisvaldandi.

- 1-naphthol er mjög ofnæmisvaldandi.

- 4-amino-2-hydroxytoluene er mjög ofnæmisvaldandi.

- Öll efni sem innihalda p-Phenylenediamine í nafninu.  Það er mjög ofnæmisvaldandi, veldur staðbundinni ertingu(snertiofnæmi og exemi), eitrað, virknin eykst þegar blandað er með oxandi festi.

- Paraben geta verið hormónabreytandi, ofnæmisvaldandi og sum þeirra brotna illa niður í vatnsumhverfinu.

- 4-amino-3-nitrophenol mjög ofnæmisvaldandi

- Formaldehyde og formalínleysandi efni(DMDM Hydantoin, 5-bromo-5-nitro-1,3-dioxane, diazolidinyl urea og imidiazolidinyl urea) Þau eru eitruð og krabbameinsvaldandi.


Afar góðar og fræðandi upplýsingar um hárliti frá Unni Rán Reynisdóttur.