Helgi Jean Claessen á lauf léttu nótunum
Hann Helgi er ritstjóri menn.is sem er eitt vinsælasta afþreyingarsvæði fyrir ungt fólk á Íslandi. Einnig hefur Helgi gefið út nokkrar bækur og hann var í sjöunda sæti yfir eftirsóttustu piparsveina landsins skv kosningu á bleikt.is árið 2011. Helgi segir það vera sitt stoltasta afrek í lífinu.
Hvernig byrjar þú hefðbundinn dag og hvað er í morgunmat ?
Hefðbundin dagur byrjar á því að ég set Serum dropa í andlitið á mér til að vera hrukkulaus þangað til 2050. Síðan hræri ég og baka mitt eigið Cheerios - eða ef ég hef ekki tíma í það, tek ég það bara beint úr pakkanum og set mjólk út á.
Er eitthvað sem þú átt alltaf til í ísskápnum?
Pepsi Max.
Hvað er það lang skemmtilegasta sem þú gerir ?
Ég myndi segja kynlíf ef það væri ekki svona heiðarlegt svar - þannig ég ætla að segja listdans á skautum.
Ef þú fengir milljón í gjöf, hvað væri það fyrsta sem þú myndir kaupa þér ?
2004 módelið af Ford Taurus - en ég reyndar á einmitt þannig bíl - og ef einhver hefur áhuga á honum fyrir milljón þá má ræða það.
Uppáhalds maturinn þinn ?
Undanfarið hef ég byrjað að elska meira mat sem lætur mig ekki hata mig eftir að hafa borðað hann. Þannig núna er ég mikið áCuliacan- sem er með gourmet mat - en mjög healthy.
Hversu oft í viku æfir þú og hvernig æfingar ertu að gera?
Ég reyni að fara alla daga og hreyfa mig - lyfti þungt og er í fótbolta.
Áttu uppáhalds tíma dags ?
Ég og líkamiminnerum ósammála um þetta. Ég myndi óska persónulega að vera rosa virkur á morgnanna - en hinsvegar er það ekki fyrr en rétt um miðnætti - svona þegar ég ætti að fara að sofa þá lifnar alltaf yfir líkamanum og ég get veriðrosaafkastamikill og hress. Þetta er mikil og stanslaus barátta okkar tveggja.
Færir þú hjólandi um borgina ef færð og aðstæður leyfðu ?
Ég hef nú tekið nokkur ár þar sem ég hjóla allan ársins hring. En það snýst aðallega um að vera í rythma með það. Ef maður til dæmis ætlar allt í einu að byrja að hjóla á hrollköldum janúardegi er ekki líklegt að það takist. En ef maður hjólar sig frá sumrinu - inn í veturinn, með skiptingu yfir á nagladekk - þá venst maður þessu og finnst sjálfsagt mál að vera með frostbitnar kinnar og kulsár.
Kaffi eða Te ?
Pepsi Max.
Ef þú værir beðinn um að gefa eitt gott ráð til hóps af fólki, hvaða ráð væri það?
Gerið nógu flippaða hluti - þá er eitthvað til að tala um næst þegar maður hittir fólk.