Hjartalíf afhentir Hjartagátt hjartastuðtæki
Síðastliðinn föstudag mættum við fjölskyldan niður á Hjartagátt Landspítalans til að afhenta Hjartagáttinni ágóðan af styrktartónleikunum okkar sem haldnir voru í Gamla Bíói í maí og var upphæðin sem afhent var 1.230.000.
Við erum afar stolt af þessu og óendanlega þakklát öllum sem lögðu hönd á plóg, hvort sem það voru tónlistarmenn eða tónleikagestir.
Eftir samræður við stjórnendur deildarinnar var ákveðið að kaupa hjartastuðtæki fyrir peningana. Tækið er af gerðinni Lifepak 20 frá Physio Control og er af fullkomnustu gerð. Það leysir af hólmi gamalt rafstuðstæki sem bilaði nýlega.
Hjartarafstuðstækið kemur að notum við endurlífgun hjartasjúklinga og meðferð á takttruflunum og eykur öryggi sjúklinga verulega og léttir starfsmönnum lífið þar sem þeir fá öflugt og gott tæki til að vinna með.
Það voru þau Björg Sigurðardóttir, deildarstjóri Hjartagáttar, og Karl Andersen, settur yfirlæknir, veittu tækinu viðtöku.
Við þetta má bæta að við erum staðráðin í því að blása til annara tónleika að vori og gera það að árlegum viðburði að styðja við Hjartagáttina sem er okkur hjartafólki svo gríðarlega mikilvæg og hjartfólgin.
Til gamans má nefna að hér er hægt að skoða myndir frá tónleikunum.
Heimild: hjartalif.is