Fara í efni

Hringferð: Misnotkun staðreynda? Áfengi og önnur vímuefni í fjölmiðlum

Með hvaða hætti fjalla fjölmiðlar um áfengi og önnur vímuefni?
Hringferð: Misnotkun staðreynda? Áfengi og önnur vímuefni í fjölmiðlum

Með hvaða hætti fjalla fjölmiðlar um áfengi og önnur vímuefni? Hvernig geta rannsakendur og fjölmiðlafólk bætt samskipti sín í milli og umfjöllun í fjölmiðlum um vímuefni? Hvaða heimildum er treystandi?

Þetta er umræðuefni málþings sem Norræna velferðarmiðstöðin, sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina, stendur fyrir á Íslandi 8. mars 2016.

Málstofan er hluti af hringferð Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar undir yfirskriftinni Misnotkun staðreynda? Áfengi og önnur vímuefni í fjölmiðlum (Missbruk av Fakta? Alkohol och droger i medierna) sem verður haldin  að þessu sinni  í Reykjavík.

Fagfólk fer fyrir yfir góð dæmi og önnur síðri um umfjöllum um áfengi og önnur vímuefni. Sem dæmi má nefna hvernig íslenskir fjölmiðlar fjalla um hvort einkasala ríkisins á áfengi eigi rétt á sér eða ekki. Hvernig getum við forðast slagsíðu í umfjöllun fjölmiðlanna?

Allir eru velkomnir á málstofuna þriðjudaginn 8. mars, klukkan 9.30 –12.00 í Norræna húsinu, Sturlugötu 5, Reykjavík.

Málstofan fer fram á íslensku og er aðgangur ókeypis.

Vinsamlegast skráið ykkur á málstofuna: REGISTRATION

Drög að dagskrá

9.30 –10.00 Morgunmatur

10.00-10.15 Setning málstofu
Jessica Gustafsson upplýsingafulltrúi, Nordens Välfärdscenter
Fundarstjóri: Guðrún Hálfdánardóttir, blaðamaður á Mbl.is

10.15 –10.30 Vínbúðin í fjölmiðlum
Rafn M. Jónsson, verkefnisstjóri áfengis- og vímuvarna, Embætti landlæknis

10.30 –11.30 Pallborðsumræður
Fundarstjóri Guðrún Hálfdánardóttir, blaðamaður á Mbl.is
Rafn M. Jónsson, verkefnisstjóri áfengis- og vímuvarna, Embætti landlæknis
Ólöf Skaftadóttir, blaðamaður, Fréttablaðið
Jóna Margrét Ólafsdóttir, aðjunkt í félagsráðgjafardeild, Háskóla Íslands
Ingibjörg Rósa Björnsdottir, kennari í blaða- og fréttamennsku, Háskóla Íslands

11.30-12.00 Spurningar og athugasemdir

Rafn M. Jónsson
verkefnisstjóri og fulltrúi Embættis landlæknis
í áfengis- og vímuvarnadeild Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar