Hugaðu að hjartanu áður en lagt er í ferðalag
Það er að mörgu að hyggja áður en haldið er í fríið á framandi slóðir og eitt af því sem rétt er að huga að er heilsufarið og fullvissa sig eins og hægt er að allt sé með felldu.
Það virðist nefnilega vera þannig að hjartavandamál séu ein aðal dánarorsök ferðamanna á ferðalögum.
Á meðan streitufrítt umhverfi sumarfrísins virðist ólíklegur staður til að hrinda af stað hjartaáfalli, vara sérfræðingar við því að mannfjöldi, mengun, mikill hiti, mikill kuldi, framandi matur, mikil áfengisneysla og mikil hreyfing geti ýtt undir slík veikindi.
Samkvæmt rannsókn sem birt var 2003 í tímaritinu Psychosomatic Medicine kemur fram að í sumrafríum gerum við oft á tíðum hluti sem við erum ekki vön að gera og það geti aukið bæði líkamlegt og andlegt álag og streitu.
Þar er því haldið fram að þessar aðstæður geti framkallað hjartaáföll eða önnur lífshættuleg hjartavandamál.
Jafnframt getur fólk komist í óheilbrigt uppnám þegar draumafríið stendur ekki undir þeim væntingum sem lagt var upp með.
Í þessari rannsókn voru skoðaðir 92 Hollendingar sem fengið höfðu hjartaáfall á meðan þeir voru í fríi.
Í grein sem birtist í Life Science um málið kemur fram að meiri líkur væru á hjartaáföllum fyrstu tvo dagana í fríinu en aðra daga.
Smelltu HÉR til að lesa þessa fróðlegu grein frá hjartalif.is til enda.