Fara í efni

Hvað ef það sem við höfum haldið um mataræði, offitu og lífsstílssjúkdóma er rangt?

Það hefur örugglega ekki farið framhjá neinum að það er að hellast yfir okkur faraldur krónískra sjúkdóma með offitu, sykursýki og hjarta- og æðasjúkdóma í fararbroddi.
Hvað ef það sem við höfum haldið um mataræði, offitu og lífsstílssjúkdóma er rangt?

Það hefur örugglega ekki farið framhjá neinum að það er að hellast yfir okkur faraldur krónískra sjúkdóma með offitu, sykursýki og hjarta- og æðasjúkdóma í fararbroddi.

Þessi þróun hófst fyrir alvöru fyrir nokkrum áratugum og hefur haldið áfram þrátt fyrir tilraunir stjórnvalda um allan heim til að stemma stigu við vandanum.

Hin almenna sýn á mataræði og heilbrigði hefur verið sú að einstaklingar þurfi einfaldlega að borða færri kaloríur, helst í formi minni fitu, og hreyfa sig meira til að halda sér heilbrigðum og í kjörþyngd.

Reynsla margra og rannsóknir síðustu ára benda hins vegar til þess að málið sé ekki svona einfalt - að þetta sé ekki aðeins spurning um hvað líkaminn geri við matinn og orkuna úr honum, heldur hvað maturinn gerir líkamanum. Mismunandi matvæli hafa nefnilega mismunandi áhrif á hormón og efnaskipti líkamans.

Þann 26. maí n.k . verður haldin ráðstefna í Eldborgarsal Hörpunnar sem tekur þessi mál fyrir og á mælendaskrá eru heimsþekktir fyrirlesarar, meðal annarra:
Gary Taubes meðstofnandi Nutrition Science Initiative og höfundur "Why We Get Fat"
Tim Noakes læknir og prófessor í íþróttavísindum og þjálfun við Cape Town háskóla í S-Afríku og höfundur " The Real Meal Revolution"
Aseem Malhotra, einn þekktasti hjartalæknir Breta, sem m.a. hefur verið leiðandi fyrir samtökin "Action On Sugar" sem vinna að því að koma böndum á sykurneysluna þar.

Ýmsir vinklar verða skoðaðir, þar á meðal: Hvers vegna fitnum við? Hversu skaðlegur er sykur? Er mettuð fita slæm? Hvað vitum við um áhrif kólesteróls og insúlíns á hjartasjúkdóma? Hver eru áhrif lágkolvetnamataræðis eða grænmetisfæðis á líkamann?
Hvað annað þurfum við að huga að til að viðhalda eigin heilbrigði og vellíðan?

Þetta er málefni sem varðar alla og enginn sem hefur áhuga á heilsu, sinni eigin eða annarra, ætti að láta ráðstefnuna fram hjá sér fara.

Kynnir er Maryanne Demasi, þáttastjórnandi í Catalyst, vinsælasta vísindaþætti ástralska sjónvarpsins og verndari ráðstefnunnar er Dorrit Moussaieff, forsetafrú Íslands.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna og skráningu er að finna á www.foodloose.is

Fyrir hönd Icelandic Health Symposium, sem heldur ráðstefnuna:

Guðmundur Jóhannsson lyf- og bráðalæknir, framkvæmdastjóri
Axel F. Sigurðsson PhD, sérfræðingur í hjartalækningum
Auður Ólafsdóttir sjúkraþjálfari BSC, MPM, formaður SÍBS
Dr Thomas Ragnar Wood, BA BM BCh og PhD fellow við UiO í Osló
Guðrún Arna Jóhannsdóttir, sérnámslæknir í lyflækningum"