Fara í efni

Hvenær var það síðast sem þú gerðir eitthvað í fyrsta skipti?

Ég var orðin of góðu vön í mínum þægindahring. Að fara út með það í huga að ætla að gera eitthvað sem ég hef aldrei gert áður var hægara sagt en gert.
Hvenær var það síðast sem þú gerðir eitthvað í fyrsta skipti?

Ég var orðin of góðu vön í mínum þægindahring. Að fara út með það í huga að ætla að gera eitthvað sem ég hef aldrei gert áður var hægara sagt en gert.

Fyrir suma er það ómögulegt því öryggið í hringnum er besti litli heimurinn sem til er.

Það ættu allir að prufa að stíga út úr þægindahringnum. Ég er ekki endilega að tala um að gera eitthvað brjálað og hættulegt heldur eitthvað nýtt sem þú hefur aldrei gert áður eða ekki gert lengi því þú ert föst/fastur í þæginda rútínunni.

Á ensku hljómar þetta svona "When was the last time you did something for the first time"

Fyrir nokkrum árum fór ég að spyrja sjálfa mig að þessu og fann þá að ég er var komin í ansi þægilega stöðu og var ekkert mikið að fara út fyrir minn þægindahring.

En maður verður að passa sig á því að staðna ekki.

Svo ég segi: GERUM EITTHVAÐ NÝTT Á HVERJUM DEGI!

f

Það þarf ekki að vera  neitt stórt og ég trúi ekki öðru en að það eigi allavega flestir sér draum um að gera eitthvað sem þeir hafa aldrei prufað.

Smekkur okkar er jafn misjafn og við erum mörg. Ef stíga á út úr þægindahringnum þá þarf hver og einn að finna sér eitthvað við hennar/hans hæfi.

v

Við vitum öll að ósyndur maður stingur sér ekki í djúpu laugina. Þess vegna er best að byrja smátt ef á annað borð fólk hefur áhuga á að gera eitthvað skemmtilegt fyrir sjálft sig, hvort sem það er einhleypt eða í sambandi.

Fyrir gift fólk myndi það pottþétt krydda tilveruna og sambandið.

Ég væri til í að fara í óvissuferð í einhverja geggjaða borg úti í heimi. En það kostar helling.

g

Þannig að ég lagði höfuðið í bleyti og fann eitthvað skemmtilegt, frumlegt og kannski má hættulegt sem kostar kannski ekki krónu eða er ekki eins dýrt og óvissuferðin til útlanda.

Ég byrjaði á þessu:

Ég skellti mér á blint stefnumót. Það var örlítið stressandi í fyrstu en svo er bara ansi gaman að hitta bláókunnugan karlmann og borða saman og spjalla. Já svo framalega sem hann er hress og skemmtilegur. Þetta var lítið skref en ég tók það og það gekk vel.

f

Sumarið 2011 þá fór ég og snorklaði niður Silfru á Þingvöllum. Vá, ég lofthrædda konan gerði þetta. Þér finnst kannski skrýtið að ég segi lofthrædda en málið er að vatnið er svo tært að þú sérð niður á botn og á sumum stöðum er botninn ansi langt fyrir neðan þig. Ég buslaði þarna eini íslendingurinn innan um hóp af túristum sem voru agndofa yfir þessari fegurð.

Þegar á endan var komið og allir komnir upp úr ánni er það næstum skilyrði að stökkva fram af háum kletti og beint ofan í hyl í Silfru.

Þarna stóð ég skjálfandi á beinunum og fannst þetta það allra versta sem ég gæti gert. Hátt niður og djúp áin og hylurinn alveg kristal tær. Þegar allir voru búnir að stökkva stóð ég ein eftir. Ég var hvött áfram af held ég fjórum mismunandi tungumálum og ég lét vaða.

Auðvitað gat ég íslendingurinn ekki verið gungan í hópnum og hætt við þannig að ég tyllti tánum á brúnina, horfði niður, lokaði augnum og öskraði eins hátt og ég gat og stökk. VÁ!  Í dag langar mig bara að fara aftur eða stíga lengra út úr þægingahringnum og prufa eitthvað annað sem hræðir mig eins og t.d fallhlífarstökk og ég er ekki að grínast.

a

Einnig fyrir þá sem gera aldrei neitt og þá meina ég EKKI NEITT er alveg tilvalið að fara í heimsóknir. Það er hægt að kíkja á ömmu gömlu eða skreppa til foreldranna í kaffi. Það er hægt að kíkja á vinafólk sem hefur ekki verið mikið samband við upp á síðkastið og er allt þægindahringnum þínum að kenna.

f

Mér finnst of oft þegar fólk gerir sér svona hring, vera hætt að nenna að spá í sjálfu sér og því sem gerist í hinum stóra heimi. Það mætir í vinnu og svo beint aftur heim þegar henni líkur. Eða það er ekki í vinnu og heldur sig heima við alla daga alltaf.

Maður er fljótur að sjá að þægindahringurinn er mættur á svæðið þegar hringt er í vinkonuna sem er komin með kærasta og hún er alveg hætt að nenna út úr húsi að kvöldlagi. Símtölum fer fækkandi og stundum hætta þau alveg.

b

Mér finnst þetta frekar sorglegt því lífið er jú til þess að lifa því og njóta þess!

Ekki sóa lífinu í að gera EKKERT, gerðu eitthvað og hafðu það skemmtilegt!