Fara í efni

HVERNIG Á AÐ MATREIÐA OFNÆMISFÆÐI Á ÖRUGGAN HÁTT?

HVERNIG Á AÐ MATREIÐA OFNÆMISFÆÐI Á ÖRUGGAN HÁTT?

Námskeið um eldun ofnæmisfæðis á vegum Astma- og ofnæmisfélags Íslands (AO).

Námskeiðið er haldið í Menntaskólanum í Kópavogi 12. og 13. apríl 2016.

Markmiðin

Meginmarkmiðið með námskeiðinu er að bjóða upp á faglega fræðslu um fæðuofnæmi, alvarleika þess og hvernig tryggja megi góða og holla næringu. Það getur verið flókið að tryggja öruggt fæði og umhverfi fyrir einstakling með fæðuofnæmi. Ljóst er að næringarefni geta orðið af skornum skammti þegar fæðuofnæmi er til staðar og felst fræðslan m.a. í því hvaða fæðutegundir geta komið í staðinn fyrir mjöl, korn, mjólk egg, fisk, hnetur o.fl. til að fullnægja orku- og næringarlegum þörfum og skapa fjölbreytni í fæðu barna.

Markhópur

Matráðir í eldhúsum í leik-, grunn- og framhaldsskólum, á sjúkrahúsum og öldrunarstofnunum. Einnig heimilisfræðikennarar, starfsmenn og stjórnendur í skólum.

Þriðjudagur 12. apríl, kl. 14:30 – 17:00

Bóklegt 2 ½ klst

*Tryggjum næga orku og góða næringu með hollum, góðum og öruggum mat         Fríða Rún                   

            Kaffihlé

*Öryggi og ábyrgð gagnvart börnum og ungmennum með fæðuofnæmi.                  Selma

   Umræður

Miðvikudagur 13. apríl, kl. 14:00 – 18:00

Verklegt: 4 klst

*Eldum góðan og næringarríkan mat fyrir alla, einnig börn og ungmenni                 Margrét               

   með ofnæmi og óþol.          

   Umræður og smakk

Skráning, skráningarfrestur, fjöldi og námskeiðsgjald.

Skráning fer fram hér:

Skráningarfrestur: til og með 5. apríl.

Greiða þarf 8000 kr. staðfestingargjald við skráningu:  0113-05-570194, kt 5904740109

Forsendur þess að námskeiðið verði haldið er að næg þátttaka fáist. Lágmarksfjöldi er 15 manns.

Kostnaður: 23.000 kr

Kennarar
Selma Árnadóttir, stjórnarmaður í AO og móðir ofnæmisbarns.

Fríða Rún Þórðardóttir, næringarfræðingur og næringarráðgjafi Eldhúsi Landspítala, formaður AO.

Margrét S. Sigbjörnsdóttir,  kennari og umsjónaraðili með matartæknanemum við Menntaskólann í Kópavogi.

Annað

Sýndar verða ýmsar sérfæðisvörur auk þess sem matreiðslubókin Kræsingar verða til sölu.

Nánari upplýsingar veitir:

 

Fríða Rún Þórðardóttir           

Formaður AO             

frida@heilsutorg.is    

898-8798