Fara í efni

Hvernig virkar hjartað?

Hjartað í okkur hefur því hlutverki að gegna að viðhalda hringrás blóðsins og þar með flutningi súrefnis og næringarefna um líkamann.
Hvernig virkar hjartað?

Hjartað í okkur hefur því hlutverki að gegna að viðhalda hringrás blóðsins og þar með flutningi súrefnis og næringarefna um líkamann. 

Í fullorðnum manni vegur hjartað 200 til 300 grömm og stærð þess er á við krepptan hnefa . 

Á hverri einustu mínútu dælir hjartað um 5 lítrum af blóði um líkama okkar.

Það er því óhætt að fullyrða að hjartað í okkur mannfólkinu sé ótrúleg undrasmíð.

Í hugum okkar flestra er hjartað tengt tilfinningum og margt af því sem okkur er kærast kemur við hjartað eins og sagt er enda hjartað verið yrkisefni manna og kvenna í gengum aldirnar.

Það er jú full ástæða til að mæra hið merkilega líffæri sem hjartað er því hjartað er það líffæri sem fyrst gerir vart við þegar nýtt líf kviknar í móðurkviði og það er vel við hæfi að hjartað sé eitt það síðasta sem stoppar þegar við yfirgefum þessa veröld.

Bygging og hlutverk hjartans

Hjartað liggur ofan við þindina þar sem það hvílir í skjóli á bak við bringubeinið og nýtur verndar þess og rifbeinanna. Utan um hjartað og upptök stóru slagæðanna er poki sem er nefndur gollurhús. Gollurhús er tvöfaldur poki og er hulinn himnu, innra lag hans nefnist iðraþynna og ytra lag hans veggþynna. Iðraþynnan klæðir hjartað sjálft en veggþynnan myndar sterkan sekk sem festir hjartað milli lungna. Á milli þessara tveggja þynna er gollurhúshol en í því er vökvaþynna sem dregur úr viðnámi þegar hjartað slær og slakar.

Smelltu HÉR til að lesa þessar mjög svo fróðlegu grein frá hjartalif.is