Jón Gunnar Geirdal er landsstjóri Yslands og einn af eigendum Lemon
Hann Jón Gunnar er 2ja barna faðir og býr í Kópavogi. Hann er landsstjóri Yslands, sem er kynningar-og markaðfyrirtækið í hans eigu. Sérhæfir fyrirtækið sig í því að auka vitund fyrir verkefnum og viðburðum í fjölmiðlum. Stærstu verkefni Yslands um þessar mundir eru “How Cool Brands Stay Hot” ráðstefnan og Jordan Belfort söluráðstefnan, Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, Hjaltalín páskatónleikar í Hörpunni, EveOnline FanFest og fleira.
Byrjum á að forvitnast hvernig týpískur morgun er hjá þér ?
Týpískur morgun hjá mér er einfaldlega ræs kl. 7 til að koma prinsessunni minni af stað í skólann. Ég fæ mér oftast hafragraut og Hámark til að tryggja orku í annríki dagsins. Síðan vaknar sonurinn og við feðgar förum á leikskólann, þaðan liggur leið í Sporthúsið til Gauja þjálfara, sem er að koma mér í form lífs míns fyrir fertugsafmælið í haust, og svo gleypir dagurinn mig í vinnu.
Hvað áttu alltaf til í þínum ísskáp ?
Það er nú ekkert sérstakt sem ég á alltaf til í ísskápnum - það er kannski einna helst epli sem eru mjög vinsæl á heimilinu, chilli þ.s égeldamjög sterkan mat og hvítlaukur…
Ertu duglegur í heimilisstörfunum?
Ég er ágætlega duglegur í heimilisstörfunum, verð víst að reyna það a.m.k. þar sem ég bý einn, og þykir mér þau ekkert leiðinleg. Það er aðallega að finna tímann til að framkvæma þessi helstu þrif…það er vandasamara verk. Ég strauja hinsvegar ekki, læt fatahreinsanir bæjarins um það mál.
Hvað gerir þú til að halda þér í formi ?
Ég geri ýmislegt til að halda mér í góðu líkamlegu formi. Ég er í gjörgæslu hjá Gauja í Sporthúsinu. Hann keyrir mig út í lóðum og brennslu þrisvar í viku, svo er ég í góðum reglulegum fótbolta og reyni svo að bæta við útihlaupum og hot yoga og svo finnst mér gaman að klífa fjöll yfir sumartímann og ætla aðgerameira af því í sumar. Ekkert betra en að keyra sig út í fersku lofti.
Hvers vegna þú fórst út í veitingarekstur og hver var kveikja að því að þið ákváðuð að leggja áherslu á heilsurétti framar öðru ?
Við nafnarnir sem eigum Lemon vorum báðir að skoða nokkur skemmtileg concept í veitingarekstri þegar við ákváðum að kýla á þetta magnaða Lemon verkefni saman - og það hefur verið ævintýri líkast. Okkur fannst vanta stað eins og Lemon með ferskan, hollan og fljótlegan skyndibita og það hefur heldur betur sýnt sig því Lemon hefur gengið vonum framar og margar spennandi fréttir af Lemon væntanlegar.
Hvað segið þið um þann aukna kostnað sem fylgir því að bjóða upp á mikið af grænmeti og meiri hollustu ?
Það er ekki gott að þurfa að borga meira fyrir ferska vöru en frosna eða niðursoðna, en það virðist samt vera komin vakning með það að maður þarf að borga aðeins meira fyrir ferska vöru og viðskiptavinurinn sem kemur til okkar, kemur til að borða góðan, ferskan mat og veit að hann er hollur.
Hvað getur þú sagt okkur um þá hollustu rétti sem þið eruð með, hvaða réttir eru vinsælastir og hver er þinn uppáhaldsréttur ?
Vinælasti djúsinn okkar er Good times sem er gerður úr epli, avókadó, sítrónu og engiferi og er sérstaklega ljúfur. Avókadóið þykkir hann aðeins og gerir hann sérlega safaríkan og góðan. Vinsælasta samlokan er svo Chickencado sem er með heilkornabrauðinu okkar geggjaða, pestó-sósunni, kjúkling, tómat og avókadó. Hún er í miklu uppáhaldi hjá mér rétt eins og Spicy Tuna og Spicy Chicken sem eru báðar rosalegar.
Ég hef líka áhuga á að vita hvað þér finnst um skyndibita menningu okkar Íslendinga og í hvaða átt þú telur að hún sé að þróast ?
Mér finnst skyndibitamenning á Íslandi mjög fjölbreytt og skemmtileg, svo sannarlega eitthvað fyrir alla. Líka orðin mikil vakning á undanförnum árum með hollan og góðan skyndibita því fólk er orðið mun meðvitaðra hvað það setur ofan í sig og sína og því ber að fagna. Þetta er þróun sem Lemon ætlar að halda áfram að taka þátt í af miklu og gómsætu afli. Ég er mikill skyndibitakarl því oft er takmarkaður tími til aðeldaog þá gríp ég mér eitthvað gott og reyni nú að hafa það í hollari kantinum þó að inn á milli læðist stundum ljúffengur Búlluborgari. En oftast er þetta Lemon, Saffran, Nings,Gló,Namofl slíkir staðir sem bjóða upp á hollan, ferskan og hrikalega góðan mat.
Að lokum, hver er stefna ykkar varðandi upplýsingagjöf fyrir þá sem eru með fæðu ofnæmi og óþol ?
Starfsfólkið okkar á að vera með allar innihaldsupplýsingar á hreinu og geta svarað öllum þeim fyrirspurnum sem koma fram hvað varðar.