Fara í efni

Katrín Júlíusdóttir á hlaupum! og gerir það vel

Katrín Júlíusdóttir á hlaupum! og gerir það vel

Fullt nafn: Katrín Júlíusdóttir
Aldur: 
38 ára
Starf: 
Alþingismaður
Maki: 
Bjarni Bjarnason
Börn: 
Eigum samanlagt fjóra stráka á aldrinum 15 mánaða – 14 ára. 

Hvað dettur þér fyrst í hug þegar þú heyrir orðið „járnkarl“ 

Sund, hlaup og hjól. Blóð, sviti og tár! 

Nefndu þrennt sem þú átt alltaf til í ísskápnum 

Smjörvi og mjólk fyrir strákana, soyjamjólk fyrir mig.

Hvaða töfralausn trúir þú á? 

Svefn, vatn og hreyfingu. 

Ef þú værir staddur/stödd á eyðieyju hvað myndir þú ekki vilja vera án 

Vatns, ástar og gleði! 

Hver er þinn uppáhaldsmatur?
 
Fylltar paprikur á la Solla Eiríks og steiktur lax. 
 
Hvort borðar þú brúnan eða hvítan sykur ? 

Bæði en stundum sleppi ég alveg þeim hvíta í skemmri tíma. 

Hvað æfir þú oft í viku 

Misjafnt. Þessar vikurnar c.a. 4 sinnum. 

Ef þú ætlar að „tríta“ þig sérlega vel hvað gerir þú ? 
Fæ mér sushi 

Hvað er erfið æfing í þínum huga ? 
Góð brennsla og þung lóð. Vel tekið á því. 

Hvað segir þú við sjálfan/sjálfa þig þegar þú þarft að takast á við stórt/erfitt verkefni ? 

Jæja, best að byrja! 

Þegar þú liggur andvaka, hvað hugsar þú um ? 
Ég leyfi mér að dreyma um ferðalög á framandi slóðir eða árangur sem ég vil ná í framtíðinni. Ég er mjög dagdreyminJ 

Hvernig líta „kósífötin“ þín út ? 

Ég á stóra skúffu af kósífötum. Gamaldags hneppt náttföt, leggings og kínverskir náttserkir mmmmm! 

Þegar þú færð þér skyndibita hvað færð þú þér oftast ? 

Allsskonar, oftast sushi eða núðlusúpur