Konur gleðjist, getnaðarvarnarsprauta fyrir karlmenn í augsýn
Efnið sem um er talað er kallað Vasalgel og er hormónalaust, því er sprautað inn í sáðrásina.
Karlkynsgetnaðarvörn í augnsýn
Efnið sem um er talað er kallað Vasalgel og er hormónalaust, því er sprautað inn í sáðrásina. Þar á það að mynda einskonar stíflu sem ætti að haldast í um áratug. Þessari aðgerð er svo hægt að snúa við vilji karlmaður losna við “stífluna”.
Þetta eru nýjustu fréttir úr vísindaheiminum og getnaðarvarnarsprautur fyrir karlmen gætu orðið getnaðarvörn 21.aldarinnar.
Tímaritið Medical Daily greinir frá þessu.
Stofnun að nafni Parsemus Foundation hefur undanfarið verið að prófa að sprauta hormónalausri fjölliða getnaðarvörn í karlkyns bavíana. Sprauturnar virðast koma í veg fyrir getnað hjá kvenkyns bavíönum.
Vonir eru að prófanir á karlmönnum hefjist á næsta ári og að þessi getnaðarvörn verði komin á markað árið 2017.
Það verður spennandi að fylgjast með framvindu þessara mála.