Konur hafa betra minni
Ný sænsk rannsókn hefur leitt í ljós að marktækur munur er á því hve mikið og hvað karlar og konur geta munað. Munurinn finnst mest í svokölluðu atburðaminni en það er sértækt minni sem fólk hefur yfir atburði sem það hefur upplifað.
Ný sænsk rannsókn hefur leitt í ljós að marktækur munur er á því hve mikið og hvað karlar og konur geta munað.
Munurinn finnst mest í svokölluðu atburðaminni en það er sértækt minni sem fólk hefur yfir atburði sem það hefur upplifað.
Á sértækum minnisprófum kom í ljós að konur stóðu sig almennt betur í að muna eftir hlutum, orðum og atburðum en karlar áttu auðveldara með að muna eftir umhverfistáknum.
Samkvæmt því eiga því konur auðveldara með að samhæfa nokkur minnisferli sem nýtist þeim meðal annars við ýmiskonar leit en karlar að vera ratvísari.
Þessar niðurstöður eru taldar styrkja stöðu erfðahyggjumanna í deilunni um erfðir gegn umhverfi þar sem þetta sýnir fram á að minni fólks er að einhverju leyti erft.
Af síðu persona.is