Karlmannlegir strákar og kvenlegar stelpur eru líklegri til að taka upp hegðun sem er krabbameins valdandi segir í nýrri rannsókn
Unglings stúlkur sem sjá sjálfar sig sem afar kvenlegar og unglings piltar sem líta á sig sem afar karlmannlega eru meira líkleg til að stunda háttalag sem að eykur átthættu þeirra á að fá krabbamein og aðra sjúkdóma.
Í nýrri rannsókn segja vísindamenn frá því að unglings stúlkur sem að telja sig vera afar kvenlegar séu 32% meira líklegri til að nota ljósabekki og 16% minna líklegri til að stunda holla hreyfingu heldur en þær stúlkur sem líta á sig sem meira venjulegar.
Það sama má segja um strákana, þeir sem líta á sig sem afar karlmannlega voru 80% meira líklegir til að tyggja munntóbak og 55% meira líklegri til að reykja en strákar sem að fylgja norminu. En þetta segir í þessari tilteknu rannsókn.
“Það er ekkert eðlilegt né karlmannlegt við það að setja hrúgu af plöntu upp í sig og tyggja hana, eða að kveikja í þessarri plöntu og reykja hana”, og það sama má segja um ljósabekki, sagði Andrea Roberts höfundur rannsóknarinnar.
En ljósabekkja framleiðendur og tóbaksiðnaðurinn hafa sannfært suma unglinga um að ef þau eru brún, reykja sígarettur eða tyggjandi tóbak sé töff . sagði Roberts.
Þessi iðnaður “ reynir að tæla til sín fólk til að nota þær vörur sem þeir framleiða þó þeir viti að þær séu hættulegar”, sem dæmi, í gegnum markaðssetningu sem er sérstaklega beint að karlmönnum eða konum, sagði Roberts.
Rannsóknin náði til 9,500 unglinga, 6,000 stúlkna og 3,500 drengja sem voru á aldrinum frá 9 til 14 ára og byrjaði þessi rannsókn árið 1996.
Þau voru spurð að því hversu kvenleg eða karlmanlegir þau töldu sig vera.
Kannað var ítarlega hvernig þeirra hegðun væri, þá í sambandi við óheilsusamlegt líferni í tengslum við áhættu á krabbameini og öðrum alvarlegum sjúkdómum.
“Drengir sem vilja vera meira karlmannlegir eru heillaðir af þeirri hegðun að taka í vörina eða reykja og má tengja það við markaðssetningu þessara vara, segir Roberts.
Og ljósabekkja notkun er markaðsett gagngert til að ná til ungra kvenna, með þeirri yfirlýsingu að þær verði meira aðlaðandi ef þær eru brúnar á hörund.
Hins vegar, voru unglingar í rannsókninni sem að töldu sig ekki vera afar karlmannlega eða kvenlegar, líkleg til þess að reykja sígarettur. Sumir unglingar taka upp á því að reykja til að passa inn í hópinn, til að sleppa við einelti eða stríðni.
Þessi rannsókn var gefin úr þann 16.apríl s.l í the Journal of Adolescent Health.
Heimildir: huffingtonpost.com
Sendu okkur myndir á Instagram #heilsutorg