Fara í efni

Landsmót Ungmennafélaganna haldið á Selfossi um helgina.

Landsmót Ungmennafélags Íslands verður haldið á Selfossi um helgina og hefst dagskráin í dag, föstudag. Keppt er í 25 íþróttagreinum og er fjöldi keppenda og annarra þátttakenda yfir 1000 talsins. Það verður því mikið um krýnda Landsmótsmeistara og aðra verðlaunahafa um helgina en einnig verður boðið upp á dagskrá sem ekki er keppnistengd en felur þó í sér heilsueflingu og samveru fjölskyldunnar og að allir taki þátt sem er eitt af einkunnarorðum Íþróttahreyfingarinnar og Ungmennafélagshreyfingarinnar.
Landsmót Ungmennafélaganna haldið á Selfossi um helgina.

Landsmót Ungmennafélaganna haldið á Selfossi um helgina. 

27. Landsmót Ungmennafélags Íslands verður haldið á Selfossi um helgina og hefst dagskráin í dag, föstudag. Keppt er í 25 íþróttagreinum og er fjöldi keppenda og annarra þátttakenda yfir  1000 talsins. Það verður því mikið um krýnda Landsmótsmeistara og aðra verðlaunahafa um helgina en einnig verður boðið upp á dagskrá sem ekki er keppnistengd en felur þó í  sér heilsueflingu og samveru fjölskyldunnar og að allir taki þátt sem er eitt af einkunnarorðum Íþróttahreyfingarinnar og Ungmennafélagshreyfingarinnar.

Frískir flóamenn, sem er hlaupahópur á Selfossi stendur, fyrir hlaupa- og hjólaferðum laugardag (16:30) og sunndag (10:30) frá sundhöll Selfoss og boðið er upp á klukkustundar langar gönguferðir um Selfoss undir leiðsögn Þorsteins G. Þorsteinssonar kl. 13 á laugardag og 11 á sunnudag. Mæting við Tryggvaskála við Ölfusárbrú.

Fyrir börnin eru hoppukastalar staðsettir við félagsheimilið Tíbrá á Selfossvelli og þar verður fjör fyrir þau yngstu en allir geta skráð sig í keppni í 10 km götuhlaupi, boccia og pútti 1 klst fyrir hlaup.

Metnaðarfull fræðsludagskrá er tengd landsmótinu og flytja eftirfarandi einstaklingar fræðsluerindi í hátíðarsal Fjölbrautarskóla Suðurlands (FSU) sem opin eru öllum og er aðgangur ókeypis. Þórir Hergeirsson, leiðin á toppinn (fimmtudag), Vésteinn Hafsteinsson, æfingin skapar meistarann (föstudag kl. 18:00), Sabína Steinunn Halldórsdóttir, færni til framtíðar (laugardag kl. 15:00) og Kristinn Óskar Gautason hugræn þjálfun íþróttamanna (laugardag kl. 18:00)


Dagskrá landsmótsins má finna á www.landsmotumfi.is