Fara í efni

Lífrænn og bakteríudrepandi staðgengill matarfilmunnar

Við könnumst öll við matarfilmuna, þunna plastið sem við notum til að vernda matinn okkar. Þessi filma getur komið sér ansi vel þegar við viljum auka geymsluþol afganganna, en filman hentar ágætlega til þess þar sem hún hindrar aðkomu súrefnis að matnum.
Lífrænn og bakteríudrepandi staðgengill matarfilmunnar

Við könnumst öll við matarfilmuna, þunna plastið sem við notum til að vernda matinn okkar.

Þessi filma getur komið sér ansi vel þegar við viljum auka geymsluþol afganganna, en filman hentar ágætlega til þess þar sem hún hindrar aðkomu súrefnis að matnum.

Mörgum er þó illa við að vefja miklu magni af plasti utan um matvælin auk þess sem matarfilman dugar bara svo og svo lengi. Það má því segja að markaðurinn hafi ágætispláss fyrir hina nýju lífrænu matarfilmu sem vísindahópur við National University of Singapore stefna nú á að þróa.

Filman sem um ræðir er ekki gerð úr plasti heldur er uppistaðan í henni kítósan. Kítósan er lífræn fjölliða, þ.e.a.s sykra sem hefur margar greinar, sem einangruð er úr skeljum sjávardýra á borð við rækju. Vegna byggingar kítósans er auðvelt að láta efnið mynda nógu þétt net til að mynda filmu, sambærilega við matarfilmuna...LESA MEIRA 

Grein af vef hvatinn.is