Fara í efni

Margrét R. Jónasar Förðunarmeistari í viðtali

Þessa dagana er jólasalan að fara á fullt í versluninni MAKE UP STORE þannig að Margrét er búin að vera á fullu að undirbúa fyrir traffíkina.
Margrét R. Jónasar Förðunarmeistari
Margrét R. Jónasar Förðunarmeistari

Þessa dagana er jólasalan að fara á fullt í versluninni MAKE UP STORE þannig að Margrét er búin að vera á fullu að undirbúa fyrir traffíkina.

"Einnig er ég búin að vera í mjög skemmtilegum verkefnum að farða fyrir tímarit sem koma út fyrir jólin" sagði Margrét. En hún er eigandi versluarinnar MAKE UP STORE á Íslandi og opnaði hún verslunina árið 2006.

Hvernig byrjar þú þinn týpíska morgun ?

Flesta morgna vakna með dóttur minni upp úr klukkan sjö. Ég útbý grænan djús eða hafragraut handa okkur. Eftir að dóttir mín fer í skólann er svona „minn tími“ þá fæ ég mér kaffibolla og sest við tölvuna til að fara yfir netpóst og þess háttar.

Er eitthvað sem þú átt alltaf til í ísskápnum?

Ég er alltaf með mikið af ávöxtum og grænmeti, osta og sódavatn. Það er alveg „basic.“

Nefndu 3 hluti sem þú getur ekki verið án?

Fyrir utan fjölskylduna þá væri tilveran erfið án símans, tölvunnar og bílsins.

Hvað ertu alltaf með í handtöskunni þinni?

Litla snyrtibuddu, minnisbókina mína, lyklakippu og seðlaveskið.

Hvað ertu að æfa og hvernig æfingar gerir þú?

Ég hef stundaði Hot Yoga síðastliðin ár og finnst það mjög gott bæði fyrir líkama og sál. En svo hef ég mjög gaman af því að lyfta lóðum þannig ég skipti niður dögunum á milli þess að lyfta lóðum og að fara í Hot Yoga.

Áttu gott ráð fyrir okkur sem vöknum stundum ofur myglaðar?

Góð sturta! Svo finnst mér mjög gott að setja á mig Base Prep krem frá Make Up Store því það frískar upp á húðina og veitir ljóma. Einstaka sinnum að setja Visine dropa í augun en bara ef ég er dauðþreytt. Svo gerir það heilmikið að bretta upp á augnhárin, bera smá maskara á aðeins efri augnhárin. Það bjargar heilmiklu!

Finnst þér íslendingar duglegir að hreyfa sig?

Já ég held það sé mikil vakning fyrir bættri heilsu núna síðastliðin ár bæði það að borða hollari fæðu og líka að hreyfa sig reglulega. Það virðist líka vera orðið mjög vinsælt að hjóla og ganga á fjöll.

Myndir þú nota hjól meira til að komast á milli staða ef aðstæður leyfa?

Algjörlega mér finnst æðislega gaman að hjóla! Minn draumur er að flytja nær miðbænum. Þar er aldeilis hægt að hjóla.

Hvað er besti tími dagsins?

Fyrir mig eru það kvöldin heima við. Notalegheit að elda góðan mat og slappa af.

Ef þú værir beðin um að gefa gott ráð til hóps af fólki,hvaða ráð væri það ?

Kannski dálítið væmið, en ég er alltaf meðvituð um að allt sem við gefum frá okkur kemur til baka í einu eða öðru formi. Þannig að það er að koma vel fram við aðra og vera heill í því sem maður segir og gerir.

Ef þú vilt fylgjast með því nýjasta hjá Make Up Store þá kíkir þú á síðuna þeirra á Facebook