María Björk Óskarsdóttir
Fullt nafn: María Björk Óskarsdóttir
Aldur: 45 ára
Starf: Framkvæmdastjóri, rithöfundur og eigandi Nýttu kraftinn með meiru
Maki: Þór Sigurgeirsson
Börn: Sara Bryndís (15), Arna Björk (13), Marta Sif (6), Daníel Þór (3)
Hvað dettur þér fyrst í hug þegar þú heyrir orðið „járnkarl“ – Ingimundur þjálfarinn minn
Nefndu þrennt sem þú átt alltaf til í ísskápnum – Egg, bláberjaskyr og hnetusmjör frá Sollu
Hvaða töfralausn trúir þú á? Örlögin þ.e. skrifa hugsanir og það sem ég ætla mér á gula miða og senda út í cosmoið – það virkar
Ef þú værir staddur/stödd á eyðieyju hvað myndir þú ekki vilja vera án? Fjölskyldunnar og eitthvað sem héldi skordýrum í burtu til að við gætum bara notið lífsins á spennandi stað
Hver er þinn uppáhaldsmatur? Gott sushi og grillaðar kjúklingabringur „a la Þór“ með sætum kartöflum og grænmeti
Hvort borðar þú brúnan eða hvítan sykur? Sem minnst af báðum ef ég hef valið
Hvað æfir þú oft í viku? 3 sinnum í viku 1,5-3 tíma í senn eftir atvikum
Ef þú ætlar að „tríta“ þig sérlega vel hvað gerir þú? Alltaf gaman að borða góðan mat og drekka gott vín í góðra vina hópi og „shopping“ er auðvitað must every now and the
Hvað er erfið æfing í þínum huga? Það er nú alveg krefjandi þegar að repsin í hnébeygju og réttstöðu fara upp í 8 í mörgum settum í röð í töluverðum þyngdum, hvað þá ef stiffið endalausa tekur við í framhaldi af réttstöðunni. Þrekæfingar setja púlsinn náttúrulega alltaf á þúsund og maður skilur ekki hvernig maður á að komast í gegnum alla hringina en þvílík sæla þegar það er búið J
Hvað segir þú við sjálfan/sjálfa þig þegar þú þarft að takast á við stórt/erfitt verkefni? Taka það alla leið enda ekkert annað í boði!
Þegar þú liggur andvaka, hvað hugsar þú um? Hvernig ég ætla helst að nýta kraftinn í öll þau verkefni sem liggja fyrir til að búa til svigrúm fyrir nýjar áskoranir, mér finnst svo gaman að grípa tækifærin og sjá hvert það leiðir mig.
Hvernig líta „kósífötin“ þín út ? Þunnar Hello Kitty buxur og stuttermabolur +/- flíspeysa eftir hitastigi
Þegar þú færð þér skyndibita hvað færð þú þér oftast ? No. 65 á Nings þ.e. eggjanúðlur með kjúklingi, eggjum og grænmeti