Fara í efni

Matar-Æði ! Er maturinn við stjórnvölinn?

Matar – Æði er námskeið sem varpar ljósi á nokkur lykilatriði þegar kemur að því að takast á við mataræðið og þyngdarstjórnun í eitt skipti fyrir öll.
Matar-Æði ! Er maturinn við stjórnvölinn?

Matar – Æði er námskeið sem varpar ljósi á nokkur lykilatriði þegar kemur að því að takast á við mataræðið og þyngdarstjórnun í eitt skipti fyrir öll.

Í allri umræðu um þyngdarstjórnun og stjórnleysi í mataræði er lögð mikil áhersla á aðferðir sem virðast ekki gagnast mörgum og hafa litlum árangri skilað þegar á heildina er litið. Á þessu námskeiði er lögð áhersla á nýja nálgun sem leið til þess að þú getir lifað ánægjulegu lífi, sátt/ur við sjálfan þig og mataræðið.

Á námskeiðinu verða 4 lyklar afhjúpaðir sem hafa mikil áhrif á árangur með þyngdarstjórnun og mataræði almennt. Samhliða því verður eftirfarandi spurningum velt upp ásamt ýmsum öðrum atriðum í tengslum við mataræði, hreyfingu og aukakílóin.

  • Er eðlilegt að matur stjórni mér?
  • Hvað veldur því að ég get ekki staðið við mínar ákvarðanir varðandi mat eða sætindi?
  • Af hverju borða ég meira en til stóð, þótt ég sjái oftast eftir því og brjóti mig niður fyrir það?
  • Er það skortur á aga sem veldur því að ég næ ekki að léttast eða halda mér í kjörþyngd, eða eru aðrir þættir að hafa áhrif?
  • Af hverju hefur ástandið versnað svona mikið á síðustu árum?
  • Er það samasemmerki að léttast og að lífið sé hundleiðinlegt og fullt af boðum og bönnum?
  • Þarf maður að telja hitaeiningar og vera hungraður alla daga til að viðhalda kjörþyngd?
  • Verður maður að æfa stöðugt til að halda sér í kjörþyngd?
  • Er einhver einföld leið til að léttast og viðhalda réttri þyngd?

Matar – Æði er hnitmiðað og hressandi námskeið, stútfullt af góðum fréttum fyrir þig. Fyrirlesari er Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi, sem hefur í fjölda ára starfað á heilsutengdu sviði í formi þjálfunar og ráðgjafar í tengslum við mataræði, hreyfingu og fíknitengd vandamál. Valdimar er meðal annars með BA menntun í félagsráðgjöf og einkaþjálfunargráðu. Gestafyrirlesari verður Snæfríður Einarsdóttir, BA í sálfræði, sem mun fjalla um fitufordóma og líkamsvirðingu.

Umsagnir þátttakenda:

”Mér fannst þetta mjög áhugavert.. Hef hugsað mikið um þetta í dag og reynt að borða samkvæmt þessu og merkilegt nokk þá er ég ekkert svöng en hef borðað alveg nóg!! Mjög merkilegt.. það sagði eitthvert „klikk“ í hausnum á mér!! Betra seint en aldrei!!” Þ.H.

„Námsskeiðið hjá Valdimar staðfesti í mínu tilfelli að mörgum staðhæfingum sem haldið hefur verið fram við mig frá barnæsku eru beinlínis rangar. Ég hef val í dag sem ég hef haft síðastliðin 10 ár, það er hvort ég ætli að sitja á rassgatinu verandi bráðvelgefin einstaklingur og hugsa í önnur 10 ár til viðbótar“ G.B.

g

Námskeiðið er um 1,5 klst og verður haldið mánudaginn 13. apríl klukkan 20:00 – 21:30

Verð 4.900 – takmarkað sætaframboð. Skráning „HÉR“