Fara í efni

Næturvæta er algengari en fólk grunar

Næturvæta
Næturvæta

Það eru mörg þúsund mæður og feður sem eru í þeirri aðstöðu að barnið þeirra pissar undir á nóttunni og er þetta vandamál mun algengara en þú heldur.

Þessar staðreyndir eru mjög áhugaverðar:

  • Að minnsta kosti 10% allra 4-15 ára barna pissa undir á einhverju aldursskeiði
  • 70% pissa undir tvisvar eða oftar í viku
  • 60% barnanna eru yngri en 8 ára
  • 20% barnanna sigrast á næturvætu áður en þau verða 7 ára
  • Um það bil 2% af 15 ára börnum pissa undir
  • Næturvæta er algengari hjá strákum en stelpum
  • Næturvæta getur verið arfgeng.

Það skiptir miklu máli að vera jákvæð/ur í garð barnsins og að hugga það. Láttu það vita að það er ekki eina barnið sem lendir í þessu. Ef þú ert örugg/ur í bragði styrkist sjálfsöryggi barnsins. Barnið þitt þarf umfram allt stuðning og trú á að það sé ekki eitt um vandann.

Allt að 70% barna sigrast á næturvætu fyrir 7 ára aldur. Álagið og streitan sem fylgir því að pissa undir veldur því oft að vandamálið virðist meira en það í rauninni er. Sumum foreldrum finnst þeir knúnir að sigrast á vandanum, þó það sé betra að sýna þolinmæði og stuðning. Barnið þitt er einstaklingur og heldur sér þurru á nóttinni með tíð og tíma. Það kann að vera nokkur huggun að vita að 98% barna hætta að pissa undir áður en þau verða 15 ára.

gg

 DryNites® eru náttbuxur fyrir börn, á aldrinum 4- 15 ára, sem eiga það til að pissa undir á nóttunni. Þær eru rakadrægar og lítið áberandi og hægt að fá þær fyrir stelpur og stráka.  Fötin og rúmfötin haldast þurr og buxurnar líta út og eru viðkomu eins og venjuleg nærföt sem skiptir ótrúlega miklu máli fyrir börnin, sér í lagi ef þau eru að fara að fara að gista hjá öðrum. Fyrir þá sem eru áhugasamir um Drynites® geta fengið ókeypis sýnishorn hér.

Grein fengin af vef hun.is ss