Fara í efni

Námskeið um fæði fyrir ofnæmissjúka

Fæðuofnæmi eru síður en svo á undanhaldi þó svo að sumir séu sjálfgreindir eða að prófa sig áfram með að sleppa ýmsum fæðutegundum í sínu daglega mataræði í leit að betri líðan.
Námskeið um fæði fyrir ofnæmissjúka

Fæðuofnæmi eru síður en svo á undanhaldi þó svo að sumir séu sjálfgreindir eða að prófa sig áfram með að sleppa ýmsum fæðutegundum í sínu daglega mataræði í leit að betri líðan.

Hvort sem fæðuofnæmið er læknisfræðilega greint eða ekki eiga allir rétt á að fá það ofnæmisfæði sem þeir telja sig þarfnast. Það kemur síðan í hlut þeirra sem annast matargerð víðs vegar í samfélaginu að matreiða og bera fram öruggan, vel samsettan og girnilegan mat. Sumir sem hafa þessu hlutverki að gegna finna ekki fyrir nægjanlegu öryggi og skortir jafnvel á þekkingu í tengslum við samsetningu á matseðlum og matreiðslu á ofnæmisfæði. Það má draga úr slíku óöryggi með markvissri og faglegi fræðslu og leiðsögn á mannlegum nótum.

Það hefur vantað aðgengilega fræðslu á þessu sviði og sér í lagi frá hendi þeirra sem hafa reynsluna báðum megin borðsins og hafa skilning á því hversu flókið það getur verið að tryggja öruggt fæði og umhverfi fyrir einstakling með fæðuofnæmi og önnur ofnæmi.

Markmið:

Megin markmiðið með námskeiðinu er að bjóða upp á faglega fræðslu um fæðuofnæmi, alvarleika þeirra og hvernig tryggja megi góða og holla næringu. Lífsgæði einstaklinga með fæðuofnæmi eru oft verulega skert og því verður fjallað um það hvernig tryggja megi félagslega þátttöku þessara einstaklinga í skóla-, frístunda- og félagsstarfi. Að lokum verður boðið upp á verklega kennslu í matargerð út frá matreiðslu á ofnæmisfæði og síðast en ekki síst, skapaður grundvöllur fyrir umræður og skoðanaskipti.

Markhópurinn:

Megin markópurinn eru þeir sem starfa í eldhúsum leikskóla og skóla, en einnig í skólamötuneytum, eldhúsum sjúkrahúsa og mötuneytum fyrirtækjum. Einnig starfsmenn í fyrirtækjum í matvælaframleiðslu og veitingageiranum.

Fyrri hlutinn af námskeiðinu gæti hentað vel stjórnendum og öðrum starfsmönnum í leik- og grunnskólum svo og frístundastarfi og er hægt að óska eftir að sitja aðeins fyrri hlutann. Foreldrar og aðrir aðstandendur eru einnig velkomnir á námskeiðið.

Kennslan fer fram Menntaskólanum í Kópavogi.

Fyrri hluti:       Mánudaginn 2. nóvember kl. 16:30 – 19:30

Seinni hluti:    Föstudaginn 6. nóvember kl. 16:00 – 20:00

 

Kennslan fer fram í grunnskólanum á Dalvík

Laugardaginn 14. nóvember kl. 10-17

Það er mikilvægt að opna á umræður og auka meðvitund í þjóðfélaginu öllu fyrir því hversu flókið og alvarlegt fæðuofnæmi getur verið. Það þarf að upplýsa um það hvað þeir sem stríða við fæðuofnæmi og aðstandendur þeirra þurfa að takast á við í daglegu lífi, hluti sem okkur hinum finnast sjálfsagðir. Það að stuðla að öflugri fræðslu um alvarleika fæðuofnæmis og veita faglega ráðgjöf stuðlar að bættum hag barna, unglinga og fullorðinna sem eru með fæðuofnæmi. Það eykur  jöfnuð í samfélaginu og stuðlar að því að allir hafi aðgengi að hollum og næringarríkum mat sem er laus við þá ofnæmisvalda sem hver einstaklingur þarf að forðast.

Skráning og námskeiðsgjald:

Skráning og fyrirspurnir sendist á skrifstofu Astma- og Ofnæmisfélags Íslands ao@ao.is

Námskeiðsgjald: 23.000 kr

Umsjón:

Fríða Rún Þórðardóttir, næringarráðgjafi & formaður Astma- & Ofnæmisfélags Íslands (AO)

Selma Árnadóttir móðir ofnæmisbarns & stjórnarmaður í AO

Margrét Sigurbjörnsdóttir kennari

Steinunn Anna Kjartansdóttir móðir ofnæmisbarns