Nauðsyn svefns og reglu á svefnvenjum
Nauðsyn svefns og reglu á svefnvenjum
Svefn er nauðsynlegur til að endurnýja líkamlegt þrek samhliða því að stuðla að andlegri og líkamlegri vellíðan. Regla á svefntíma er einnig mikilvæg, en þeim sem þjást af svefnleysi og eiga erfitt með að sofna á kvöldin er ráðlagt að koma á mjög skipulagðri rútínu í kringum tíma í háttinn, tíma sem vaknað er og hvað gert er áður en farið er að sofa. Reynast þessa leiðbeiningar flestum mjög vel.
Þó svo að oftast sé talað um nætursvefn þá er það ljóst að vaktavinnufólk sefur á öðrum tímum auk þess sem sumir taka sér lengri eða skemmri lúr yfir daginn en stuttur lúr, getur reynst vel til að endurnýja orkubirgðirnar og klára daginn.
Það sem meðal annars getur truflað svefn er hinn illræmdi kæfissvefn sem hrjáir oft þá sem eru of þungir og þjást af offitu. Þó geta aðrar ástæður geti legið að baki eins og þrenging í öndunarvegi frá nefi og niður í kok.
Kæfissvefn einkennist af ástandi þar sem öndunarhlé verða á milli þess sem háværar hrotur heyrast.
Óværð og nætursviti eru ekki óalgengur fylgifiskur kæfissvefnsins en minnkuð súrefnismettun í blóði er þó mun alvarlegra auk þess sem álag á hjartavöðvann eykst. Aðrir heilsufarslegir þættir sem huga þarf að eru að blóðþrýstingur hækkar gjarnan við kæfissvefn, líkur á hjartsláttaróreglu aukast og einkenni hjartabilunar geta versnað. Segja má að einstaklingur sem sefur í sama herbergi og sá með kæfissvefninn búi einnig við skert lífsgæði og því er mikilvægt að leiðrétta ástandi með greiningu á vandamálinu og plani sem miðar að því að leiðrétta ástandið.
Eins og áður segir er ofþyngd og offita ein af undirliggjandi orsökum.
Endursagt: Bæklingurinn „Hjartasjúkdómar, varnir, lækning, endurhæfing.