Fara í efni

Ný rannsókn sýnir fram á áhrif D-vítamíns á hjartað

D-vítamín er mikilvægt líkamanum að mörgu leiti og hefur Hvatinn áður fjallað um rannsóknir á því, til dæmis hér og hér.
Ný rannsókn sýnir fram á áhrif D-vítamíns á hjartað

D-vítamín er mikilvægt líkamanum að mörgu leiti og hefur Hvatinn áður fjallað um rannsóknir á því, til dæmis hér og hér.

Sífellt koma fram nýjar upplýsingar um ágæti D-vítamíns og eru nýjustu fréttir þær að vítamínið virðist hafa jákvæð áhrif á virkni hjartans í einstaklingum með hjartabilun.

Vísindamenn við Leeds Teaching Hospital kynntu niðurstöður rannsóknarinnar á fundi American College of Cardiology nýlega. Rannsóknarhópurinn gaf 163 sjúklingum með hjartabilun ýmist 100 míkrógrömm af D-vítamíni eða lyfleysu á hverjum degi í eitt ár. Meðalaldur sjúklinganna var 70 ár en algengt er að eldra fólk glími við skort á D-vítamíni. Ástæðurnar fyrir því eru meðal annars að eldra fólk eyði minni tíma utandyra og einnig minnkar geta húðarinnar til að framleiða vítamínið þó ekki sé vitað nákvæmlega af hverju það er.

Á meðan á rannsókninni stóð var fylgst með framvindu hjartabilunarinnar en sjúkdómurinn hefur áhrif á getu hjartans til að pumpa blóði um líkamann. Í heilbrigðum einstaklingum er tæmingarhlutfallið á milli 60-70% en þegar einstaklingar eru með hjartabilun minnkar þetta hlutfall töluvert. Í ljós kom að í þeim sjúklingum sjúklingum sem fengu D-vítamínið jókst tæmingarhlutfall hjartans úr 26% í 34%.

Hjartalæknirinn Dr Klaus Witte, sem leiddi rannsóknina, sagði í samtalið við BBC að niðurstöðurnar væru ótrúlegar og á borð við þær niðurstöður sem hægt væri að búast við þegar dýrarir meðferðir eru notaðar. Auk þess er ódýrt að gefa sjúklingum D-vítamín og er meðferðin laus við aukaverkanir.

Ekki er ljóst hvernig D-vítamínið hefur þessi jákvæðu áhrif á virkni hjartans og er frekari rannsókna þörf á stærri hópi áður en hægt er að mæla með því sem meðferðarúrræði, að sögn Dr Witte.

LESA FLEIRI GREINAR AF VEF HVATINN.IS