Nýtt útlit á vef doktor.is og Doktor er nýr þáttur á Stöð 2
Hinn vinsæli vefur doktor.is hefur fengið andlitslyftingu og er afar auðvelt að nálgast allar þær upplýsingar sem þar er að finna.
Á vefnum eru ýmsar fróðlegar greinar, lyfjaskrá, gagnabanki, upplýsingar um læknaþjónustu og Doktor TV.
Síðast liðinn fimmtudag þann 14.nóvember fór svo í loftið fyrsti þáttur af Doktor á Stöð 2. Verða þessir þættir á dagskrá vikulega í vetur.
„Lífsstíll, heilsuefling og forvarnir eru helstu áhersluatriði þáttanna og við tengjum þær áherslur við fræðslu um hina ýmsu sjúkdóma og kvilla, samanber hjarta- og æðasjúkdóma, krabbamein, innkirtla- og efnaskiptasjúkdóma, barnasjúkdóma auk andlegra þátta sem skipta sköpum í þróun hinna ýmsu vandamála. Ýmis viðkvæm mál verða einnig tekin fyrir, svo sem steranotkun karla, þvagleki kvenna, kynlíf og margt fleira áhugavert,“ segir Teitur Guðmundsson, sem ásamt Telmu Tómasson stýrir væntanlegum þáttum sem nefnast einfaldlega Doktor.
Skemmtilegir og fræðandi þættir sem vert er að fylgjast með í vetur.
Kíktu á nýtt útlit doktor.is HÉR.