Pylsan endalausa, vegan eða ketó?
Sérviska eða þráhyggja?
Pylsa er endalaus þegar við bítum báða endana af og alveg saman hvort pöntuð sé vegan eða ketó pylsa. Það þýðir samt ekki að maður borði pylsu endalaust. Þessu er oft slegið fram og svo tekur hugmyndaflugið við. Það er líka athyglisvert að fylgjast með fólki borða pylsur.
Ein vinkona mína henti eitt sinn pylsunni sem hún hafði keypt því sinnepið var sett undir en ekki ofaná. Þessi grein er ekki um eina með öllu né næringargildi hennar, heldur um atferli fólks tengt matarhefðum. Næringarlega séð þá skiptir engu máli hvort að sinnepið sé undir eða yfir pylsunni. Það skiptir heldur engu máli hvort að pylsan sé vegan eða ketó. Heldur skiptir máli í þessu öllu, hvort að matarhegðun valdið þráhyggju? Reyndar flaug það í gegnum hausinn á mér þegar vinkona mín henti pylsunni af því að sinnepið var undir en ekki ofaná.
Við erum öll einstök og ég gat hlegið að þessu og fundist þetta fyndið. Það að ég gat gert grín að henni við þessa athöfn hennar þýðir ekki að ég sé á móti pylsum og bíði róleg eftir að allar kjötvinnslur í landinu eigi við mig orð um þá skoðun mína. Það þýðir heldur ekki að allir sem standa við pylsuvagninn eigi að fá sér pylsu með sinnepið yfir en ekki undir. Þetta snýst hvorki um pylsu eða sinnep, heldur sérvisku og þráhyggju vinkonu minnar og að hún hafi sínar matarkenjar sem mér finnst ekki heilbrigðar en skaðlaus sérviska.
Það er stigsmunur á að leyfa sérviskunni sinni að njóta sín og án þess að kalla hana fínu nafni eða stofna flokk með „sinnep undir pylsuna“ og hinir eru bara asnar og fífl ef þeir gera ekki eins. Tölum ekki um rannsóknir sem sýna að það eitt og sér að sinnepið undir skipti máli, fyrir efnaskiptin og sinnepið ofaná hefur skaðleg áhrif. Líkaminn mun taka á móti þessu öllu án þess að spyrja um „undir eða yfir“ samsetninguna og senda þetta til vinnslu í líkamanum. Búa til orku og bíða svo spenntur eftir betri næringu fyrir aðra starfsemi því líklega er pylsa með öllu ekki nægjanleg næring.
Það sem hentar einum hentar ekki öðrum
Í mínu starfi þá kynnist ég allri flóru einstaklinga og þakklát fyrir það. Sumir vegan, sumir borða bara kjöt og sumir eru á engum kolvetnum og aðrir eru á allskonar mat. Það sem hentar einum hentar ekki öðrum. Það að það verði múgsefjun í kringum matarsamsetningu tel ég að flokkist undir þráhyggju og oft er það að „sumir“ vita betur og þá þurfa allir að vita það. Þetta kallast þráhyggja þegar steitan er farin að taka völdin og talning á kolvetnum er orðin af streituvaldandi athöfnum. Því mögulega getur maður dottið út úr hópnum þegar maður laumar of miklum kolvetnum inn fyrir varir sínar og missir þar með ketósuna upp eða niður og er ekki ekki lengur í ketósugrúbbunni. Það er þessi hegðun sem ég gagnrýni, ekki það að vera á lágkolvetna fæðu. Finnum okkar matarskammt og samsetningu og njótum lífssins og hugum að gæðum þess.
Ég fagna því þegar einstaklingar finna hvöt hjá sér til að breyta og bæta lífsstílinn, hvort sem það er ketó eða vegan eða allt þar á milli.
Njótum lífsins og alls þess besta,
Höfundur greinar
Elísabet Reynisdóttir, Næringarfræðingur