Fara í efni

Rosalegt álag að annast aldraða aðstandendur

Ásdís Jónsdóttir sjúkraliði fer daglega til háaldraðrar móður sinnar og aldraðrar systur sinnar til að líta til með þeim. Hún segir að þetta þýði mikið álag enda sé hún sjálf orðin fullorðin. Hún lýsir eftir því að aðstoðin sé aukin enda erfitt fyrir aldraða að sinna öldruðum.
Rosalegt álag að annast aldraða aðstandendur

Ásdís Jónsdóttir sjúkraliði fer daglega til háaldraðrar móður sinnar og aldraðrar systur sinnar til að líta til með þeim. Hún segir að þetta þýði mikið álag enda sé hún sjálf orðin fullorðin.

Hún lýsir eftir því að aðstoðin sé aukin enda erfitt fyrir aldraða að sinna öldruðum.

Móðir Ásdísar er háöldruð, 94 ára gömul, og í mikilli þörf fyrir umönnun. Hún hefur fengið heilaæxli og er komin með heilabilun sem hefur ágerst verulega síðustu tvö til þrjú árin. Hún heldur heimili með dóttur sinni, systur Ásdísar. Dóttirin er 77 ára lungnasjúklingur og líka orðin öldruð og lasin. Hún fær klukkutíma aðstoð á dag en það er samt ekki nóg til þess að hún geti hreyft sig nógu mikið.

Ásdís fer daglega til mæðgnanna til að veita þeim aðstoð. „Þetta er orðið dálítið erfitt hjá þeim. Ég fer á hverjum degi og stundum oftar en einu sinni á dag. Það fer mikill tími í þetta. Ég er sjálf í vinnu og starfa við heimahjúkrun á heilsugæslu en allur minn frítími fer í að sinna þeim.

Þannig hefur það verið sérstaklega síðustu árin. Róðurinn er alltaf að þyngjast,“ segir Ásdís Jónsdóttir sem sjálf er 65 ára.

Smelltu HÉR til að lesa áfram....

Grein af vef lifdununa.is