Fara í efni

Samanburður á Íslensku jógúrti.

Margir velta fyrir sér næringarlegum mun á milli jógúrtar og skyrs.
Arna jógúrt
Arna jógúrt

Margir velta fyrir sér næringarlegum mun á milli jógúrtar og skyrs. Helsti munurinn liggur í magni próteina en yfir línuna má segja að skyr innihaldi um það bil þrefalt meira magn samanborið við jógúrt. Á sama tíma er fitumagnið í skyr lægra, jafnvel samanborið við léttjógúrt.

Orkan í skyri og jógúrt er mjög áþekk, en að meðaltali heldur lægri í skyrinu. Kalk er ívið hærra í jógúrt en fosfór hærri í skyrinu en óbragðbættar vörur innihalda að jafnaði hærra magn vítamína og steinefna en þær sem eru bragðbættar. 

Tegund

Orka (kcal)

Prótein (g)

Fita   (g)

Kolvetni  (g)

Sykur (g)

Kalk

(mg)

Fosfór

(mg)

B2-vít

(mg)

B12-vít

(μg)

Jógúrt

 

 

 

 

 

 

 

 

 

ARNA, jógúrt, laktósafrítt

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Peru

89

4,2

3,5

9,9

4,9

118

94

0,18

 

  Jarðarberja

86

4,2

3,4

9,6

4,6

118

95

0,18

 

  Karamella

87

4,2

3,4

9,8

4,8

115

94

0,18

 

Biobu

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Hreint

64

3

3,9

4

 

 

 

 

 

  Jarðarberja

83

2,5

3,2

11,2

 

 

 

 

 

Mjólkursamsalan

 

 

 

 

 

 

 

 

 

MS, Jarðarberja

90

3,2

3,3

11,9

7,6

115

94

0,16

 

MS, Hnetu & karamellu

99

3,4

3,4

13,8

10,7*

123

100

0,17

 

Hreint

65

3,8

3,9

3,6

 

139

112

0,19

 

Skólajógúrt, ferskju

96

3,4

3,5

12,8

 

124

100

0,17

 

MS, létt jarðarberja sykurskert

43

3,6

1,4

3,9

 

119

98

0,16

 

Mjólka

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hreint

75

4,2

4,1

5,4

 

 

 

 

 

*Verður brátt lækkað í 10 g

ARNA, bláber: Nýmjólk, jarðarber, sykur, laktósafrítt mjólkurprótein, bragðefni, lifandi jógúrt-gerlar, lifandi ab-gerlar (Lactobacillus acidophilus, Bifidobacterium bifidum).     

ARNA, karamella: Nýmjólk, bragðefni, sykur, laktósafrítt mjólkurprótein, lifandi jógúrt-gerlar, lifandi ab-gerlar (Lactobacillus acidophilus, Bifidobacterium bifidum).

ARNA, perur:Nýmjólk, bragðefni, sykur, laktósafrítt mjólkurprótein, lifandi jógúrt-gerlar, lifandi ab-gerlar (Lactobacillus acidophilus, Bifidobacterium bifidum).

Biobu, hreint: Gerilsneydd, ófitusprengd lífræn mjólk.

MS jarðarberja: Nýmjólk, sykur, jarðarber, undanrennuduft, bragðefni, lifandi jógúrtgerlar.

MS hnetu & karamellu: Nýmjólk, sykur, undanrennuduft, bragðefni, lifandi jógúrtgerlar.

MS léttjógúrt, jarðarberja: Léttmjólk, jarðarber, undanrennuduft, sætuefni (aspartam, acesulfam-k), bragðefni, lifandi jógúrtgerlar.

MS hreint jógúrt: Nýmjólk, undanrennuduft, lifandi jógúrtgerlar.

MS skólajógúrt: Nýmjólk, sykur, ferskjuþykkni (4%), undanrennuduft, bragðefni, lifandi jógúrtgerlar

Mjólka: Nýmjólk, undanrennuduft, jógúrtgerlar

Umfjöllun um jógúrttegundir:

Áhugavert er að skoða og bera saman þær jógúrtegundir sem eru á íslenskum markaði sem reyndar eru tiltölulega líkar og líkari að samsetningu heldur en skyrið.

Fyrsta innihaldsefnið er oftast nýmjólk, nema léttmjólk í léttjógúrtinni, sem þýðir að mest er notað af mjólk við jógúrgerð, ásamt lifandi jógúrtgerlum sem eru til staðar í flestum tegundunum og undanrennudufti sem er notað í MS vörurnar og mjólkurpróteinum sem er notað í ARNA vörurnar.

Það er mjög jákvætt þegar ávextir eða ber eru talin upp næst þar á eftir því við viljum sjá ávexti og/eða ber fremur en aðeins bragðefni. Athygli vekur að í skólajógúrtinni, sem er aðllega markaðssett fyrir börn, er sykurinn talinn upp á undan ávöxtunum sem þýðir að meira er af sykrinum.

Það segir sig sjálft að sykraðir ávextir og bragðefni eru síðri en ósykraðir ávextir og ber. Þó er erfitt að meta hvort og þá hversu mikið verra það er, samanborið við ávexti eða ber tilgreint sér og sykur sér nokkru síðar í innihaldslýsingunni. Til að meta þennan þátt þarf að skoða næringargildislýsingar og hversu stór hluti kolvetnanna kemur úr viðbættum sykri en því miður eru þær upplýsingar ekki alltaf tilgreindar á umbúðum.


Sætugjafinn í skyri er af misjöfnum toga, sumar tegundir fá sína sætu úr ávöxtum, berjum og viðbættum sykri á meðan aðrar eru bragðbættar með sykruðu bragðefni.

Sætugjafinn í jógúrt er af misjöfnum toga, sumar tegundir fá sína sætu úr ávöxtum, berjum og viðbættum sykri á meðan aðrar eru bragðbættar með sykruðu bragðefni. Bragðbætta BioBu jógúrtin inniheldur lífrænan hrásykur sem sumir kjósa framyfir  annan sykur en reyndar inniheldur hrásykur sömu orku og kolvetnamagn og hvítur sykur. Rétt er að taka fram að kolvetnahlutinn í jógúrt er ekki eingöngu sykur heldur einnig eitthvað af mjólkursykri.

Þriðja gerðin af sætugjafa er svo gervisætuefni sem gefur sætubragð án þess að gefa kaloríur eða auka hættu á tannskemmdum. Dæmi um það eru asesúlfam-K, súkralósi og stevia sem reyndar er unnið úr jurt og því aðeins af öðrum toga. Gervisætuefni hafa mikið verið í umræðunni undanfarið vegna nýrra niðurstaðna úr lítilli rannsókn sem sýna að sakkarín, súkralósi og aspartam brengla sykurþol hjá músum og var ástæðuna að finna í breyttri þarmaflóru þeirra. Einnig mátti greina brenglað sykurþol í mönnum sem undirgengust samskonar tilraun og mýsnar. Þennan þátt þarf þó að skoða nánar og í stærra úrtaki. Það er eðlilegt að framleiðendur skoði vandlega hvaða sætugjafa þeir hyggjast nota í vörur sínar. Sumir horfa til steviu í þeim efnum en reyndar eru rannsóknir á öryggi hennar, á því formi sem hún er oftast notuð, ekki langtímarannsóknir en þeirra er þörf í þessu samhengi.

Mikilvægast er þó að reyna að halda sykri og sætuefnanotkun í lágmarki og alla ekki upp í börnum, né sjálfum sér, smekk fyrir mikið sætt bragð.

Þá eru dæmi um innihaldsefnin nánast upptalin nema að AB jógúrtin frá Biobu og ARNA inniheldur AB gerla sem hafa margvísleg og góð áhrif á heilsuna sjá nánar hér (http://www.heilsutorg.com/is/frettir/velviljadar-bakteriur-er-thad-til) . ARNA jógúrin inniheldur einnig laktasa, hvata sem brýtur niður mjólkursykurinn, og gerir þeim sem eru með mjólkursykursólþol (laktósaóþol) kleift að borða jógurt og aðrar mjólkurvörur til jafns við aðra. Flott vara sem eykur lífsgæði og fjölbreytni í fæðuvali þeirra sem þola ekki venjulega jógúrt en vilja njóta þess að hafa mjólkuvörur á sínum daglega matseðli en rétt er að taka fram að mjólkursykursnauðar vörur eru ekki aðeins fyrir þá sem ekki þola mjólkursykurinn.

Næringargildið er áþekkt milli tegundanna, nema að ARNA jógúrtin er próteinríkari en hinar og munar 0,5-1 g/100 g. Magn þeirra steinefna og vítamína sem mjólkurvörur eru ríkar af er einnig mjög áþekkt.

Heimildir & ítarefni:
www.landbunadur.is
www.mjolkursykursnautt.is

F
ríða Rún Þórðardóttir,  Næringarfræðingur, næringarráðgjafi, íþróttanæringarfræðingur