Fara í efni

Samanburður á súrmjólk og drykkjarmjólk, næringargildi í 100 g

Arna mjólkurvörur
Arna mjólkurvörur

 

Tegund

Orka (kcal)

Prótein (g)

Fita (g)

Kolvetni (g)

Sykur (g)

Kalk

(mg)

Fosfór

(mg)

B2-vít

(mg)

B12-vít

(μg)

Mjólkurvörur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

ARNA, laktósafrítt

 

 

 

 

 

 

 

 

 

ARNA, AB mjólk laktósafrí

66

4,0

3,9

3,7

0 *

138

111

0,19

 

ARNA, Nettmjólk 1,5%

40

3,5

1,5

3,2

0 *

114

95

0,16

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mjólkursamsalan

 

 

 

 

 

 

 

 

 

MS, Súrmjólk

63

3,4

3,9

 

 

114

95

0,16

 

MS, Súrmjólk, laktósafrí

42

3,4

1,5

3,7

1 *

114

95

0,16

0,45

MS, Léttmjólk

45

3,4

1,5

4,5

 

114

95

0,16

 

 

* Mjólkursykur: Enginn mjólkursykur er í vörunni en kolvetnin koma úr glúkósa/galaktsósa en það er það sem eftir stendur þegar laktósi hefur verið klufinn niður með ensímum.

ARNA, AB-mjólk laktósafrí: Nýmjólk (gerilsneydd & fitusprengd), laktósafrítt mjólkurprótein,                                                           lifandi ab-gerlar.

ARNA, Nettmjólk: Nýmjólk (fituskert, gerilsneydd & fitusprengd), laktósafrítt mjólkurprótein.

MS, Súrmjólk: Nýmjólk (gerilsneydd & fitusprengd), sýrð með mjólkursýrugerlum.

MS, Létt súrmjólk, laktósafrí: Léttmjólk (gerilsneydd & fitusprengd), sýrð með mjólkursýrugerlum.

MS, Léttmjólk (gerilsneydd & fitusprengd).

Samanburður á næringargildi í ofangreindum tegundum gefur til kynna að nánast enginn munur er á milli þeirra og ef að gæðin eru eins, bragðið og endingin þá má segja að vel hafi tekist til við að framleiða mjólkursykurlausa vöru úr íslenskri mjólk. Mjög jákvætt er að hafa lifandi AB gerla til staðar í vörunni eins og raunin er með ARNA vörurnar en margt bendir til þess að slíkir gerlar hafi jákvæð áhrif á heilsu okkar eins og útlistað er í greininni um mjólkursýrugerla sem finna má hér  (http://www.heilsutorg.com/is/frettir/velviljadar-bakteriur-er-thad-til)

Með því að meðhöndla mjólkina með ensíminu laktasa er mjólkursykurinn brotinn niður (ensímið verður óvirkt eftir það) og gerir þeim sem eru með mjólkursykursólþol (laktósaóþol) kleift að neyta mjólkurvara til jafns við aðra. Þetta eru fínar vörur sem auka lífsgæði og fjölbreytni í fæðuvali þeirra sem þola ekki mjólkursykur en rétt er að taka fram að mjólkursykursnauðar vörur eru ekki aðeins fyrir þá sem ekki þola mjólkursykurinn.

Við viljum flest versla íslenskar vörur og vita þannig hvaðan hráefnið kemur. Það er einnig mikilvægt að tekist hefur að framleiða mjólkursykurlausar vörur af góðum gæðum úr íslensku hráefni en það spornar gegn því að flytja þurfi inn erlendar vörur til að mæta þörfum þeirra sem ekki þola mjólkurvörur vegna mjólkursykursins.

Heimildir & ítarefni:

www.landbunadur.is

www.mjolkursykursnautt.is

www.ms.is

www.heilsutorg.is

Fríða Rún Þórðardóttir

Næringarfræðingur, næringarráðgjafi, íþróttanæringarfræðingur