Fara í efni

Samkvæmt nýrri rannsók þá getur kampavínsdrykkja, í hófi, dregið úr hættunni á Alzheimer og heilabilun

Góðar eða slæmar fréttir?
Samkvæmt nýrri rannsók þá getur kampavínsdrykkja, í hófi, dregið úr hættunni á Alzheimer og heilabil…

Góðar eða slæmar fréttir?

3 glös á dag halda heilsunni í lagi. Það er ekki verið að tala um að tæma flöskuna.

Í fréttum sem bæði hafa gefið fólki von og einnig ruglað fólk í ríminu, þá segja vísindamenn að þeir hafi fundið tengingu á milli þess að drekka 3 glös af kampavíni á dag og alzheimer eða heilabilunar. Þrjú glös á dag geta dregið úr þessum sjúkdómum, eða svo segja þessar rannsóknir.

Efni sem má finna í pinot noir og pinot meunier, en það er svörtu vínberin sem notuð eru til að búa til kampavín, þetta efni getur varið líkamann gegn heilasjúkdómum og aukið á rýmisgrein minnis.

Að lykta af víni getur hjálpað þeim sem eru með Alzheimer sjúkdóminn.

Prófessor Jeremy Spencer frá Reading University er einn af þeim sem stóðu að þessari rannsókn,en hún var gerð á rottum og viðkemur kampavíni og öldrunarheilasjúkdómum sagði Mail on Sunday að þessar niðurstöður væru áhrifamiklar.

Hann sagði einnig: “Þessi rannsókn er spennandi, vegna þess að hún sýnir í fyrsta sinn að drykkja á kampavíni í hófi getur haft jákvæð áhrif á minnið”.

Teymið sem stóð að þessari rannsókn vonast til að geta hafi rannsóknir á fólki í náinni framtíð.

Talsmaður frá The Alzheimer´s Society segir að þetta sé “áhugavert” en bætti við: “Það þarf að nánari rannóknir á þessu áður en hægt er að gefa fólki von sem ekki er tímabær eins og er”.

Það jákvæða við þessa rannsókn er, það er verið að rannsaka í þaula alzheimers og heilabilunarsjúkdóma. Hver sem svo útkoman úr þessari rannsókn verður mun koma í ljós síðar.

Rannsóknir hafa einnig leitt í ljós að rauðvín er gott fyrir heilsuna, þannig að hver veit, kannski er þetta ekki svo langsótt.

Heimild: towandcountrymag.com

Smelltu á linkinn til að lesa þig meira til um kampavín og áhrif þess á heilsuna.