San Francisco er fyrsta borgin sem bannar sölu á vatni í plastflöskum
Stórt skref var tekið í San Francisco borg til að sporna við mengun þegar borgin varð sú fyrsta til að banna sölu á vatni í plastflöskum.
Stórt skref var tekið í San Francisco borg til að sporna við mengun þegar borgin varð sú fyrsta til að banna sölu á vatni í plastflöskum.
Fleiri borgir eiga eflaust eftir að fylgja í kjölfarið. Er þetta stórt skref í áttina að því að sporna við gríðarlegu magni af vatni sem framleitt er og sett á plastflöskur.
Á næstu fjórum árum mun þetta bann ná til sölu á vatni í plastflöskum sem innihalda 620 ml eða minna.
Sektað verður fyrir brot á þessu og getur sektarupphæðin numið allt að 1.000 dollurum.
Já, það eru ekki allir jafn heppnir og við Íslendingar að geta bara farið beint í kranann og skellt vatni í margnota umhverfisvænar flöskur sem hægt er að kaupa ansi víða í dag.
Vonum að sem flestar borgir taki San Francisco til fyrirmyndar.