Skemmtilegar lausnir fyrir ráðgjafa
Orange Project býður upp á nýjar og áhugaverðar lausnir fyrir sjálfstætt starfandi ráðgjafa. Fyrirtækið getur boðið upp á heildarlausnir sérsniðnar að þörfum hvers og eins.
1. Hvenær var fyrirtækið stofnað ? Fyrirtækið var stofnað í maí á þessu ári en undirbúningur hafði staðið í nokkra mánuði. 1. sept. sl. var skrifstofuhótelið formlega opnað að Ármúla 6.
2. Hverjir eiga fyrirtækið ? Félög í eigu mín og Tómasar Hilmars Ragnars eiga 2/3 í ORANGE. 1/3 er í eigu annarra fjárfesta.
3. Hvað stendur Orange project fyrir ? Upphaflega hugmyndin kemur erlendis frá en svona „concept“ eru þekkt þar. Við ákváðum að taka verkefnið aðeins lengra og aðlaga það að minni fyrirtækjum og einstaklingsrekstri. Í stuttu máli stöndum við fyrir tvennt, annars vegar fullbúið skrifstofu- og fundahótel og hins vegar viðskiptaráðgjöf.
4. Geta allir leitað til ykkar ? Já í raun geta allir leitað til okkar, en megin markhópar eru einstaklingar með eigin rekstur og minni fyrirtæki. Við leigjum líka út fundarsali t.d. til lögfræðistofa, erlendra aðila, félagasamtaka o.fl. Skrifstofuhótelið hentar vel fyrir t.d. arkitekta, heildsölur, sölufólk, félagasamtök, hönnuði o.fl. Einnig geta t.d. ýmsir ráðgjafar og þerapistar leigt aðstöðu einu sinni eða tvisvar í viku á hótelinu.
5. Hvaða þjónustu bjóðið þið upp á ? Við leigjum út fullbúnar skrifstofur og opin rými til lengri eða skemmri tíma með aðgang að fundarherbergjum, ljósritun, skönnun, prentun o.fl. Einnig bjóðum við upp á viðskiptaþjónustu og ráðgjöf til einstaklinga og minni fyrirtækja. Viðskiptamódel ORANGE byggir á því að viðskiptavinir geti leitað til okkar með hvaðeina sem snýr að fjármálum, reikningshaldi, skrifstofuhaldi, marðaðsmálum o.fl. ORANGE Project er hugsað sem nokkurs konar regnhlíf yfir þá aðkeyptu þjónustu sem einstaklingar með eigin rekstur og minni fyrirtæki þurfa á að halda. Til einföldunar má segja að við getum t.d. sinnt allri þjónustu fyrir rafvirkja nema að leggja rafmagnið.
6. Eruð þið í samstarfi við einhver fyrirtæki ? Já við erum í samstarfi við Reginn fasteignafélag en þeir munu vísa minni fyrirtækjum og einstaklingum sem vantar aðstöðu á okkur. Við erum í raun smásali fyrir Reginn á skrifstofuhúsnæði undir 100 m2. Tengt viðskiptaþjónustu og ráðgjöf erum við með nokkra samstarfsaðila, t.d. Myntu, Vodafone, tryggja.is. lögfræðing, endurskoðanda, þýðanda, viðburðarstjóra, tryggingaráðgjafa, auglýsingahönnuð o.fl.
7. Hvernig eru verðin hjá ykkur ? Við erum að leigja opin rými frá 40þ án vsk og skrifstofur frá 86þ án vsk. En inn í þessum verðum eru skrifstofuhúsgögn, nettenging (ljósleiðari), ip sími, tryggingar, hiti og rafmagn, sameign, þrif, öryggiskerfi, aðgangur að 2 fundarsölum, ORANGE Cafe o.fl. Viðskiptaþjónustan og ráðgjöfin eru seld á tímagjaldi en við gerum líka föst tilboð. Einnig má geta þess að leigjendur á hótelinu fá fastan afslátt.
8. Hver er bakgrunnur þinn ? Ég útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Í slands árið 1997. Ég var fjármálastjóri hjá Tax Free Worldwide Iceland ehf. árin 2010 – 2013, þar áður var ég skrifstofu- og fjármálastjóri hjá AÞ-Þrif ehf. og einn af eigendum þess félags. Á undan því vann ég í nokkur ár í fjármálageiranum og hjá KPMG Endurskoðun. Ég hef í gegnum árin öðlast mikla reynslu víðs vegar úr atvinnulífinu af fjármálastjórnun, fyrirtækjaráðgjöf, reikningshaldi og endurskoðun.
9. Viltu segja eitthvað að lokum ? Ég vil benda fólki á heimasíðuna okkar www.orangeprojecthouse.com og símann 5 27 27 87 sem er opin 24/7. Í anddyrinu hjá okkur , GALLERÍ ORANGE þar sem er hátt til lofts og vítt til veggja munum við vera með listasýningar.
Þann 20 september mun listamaðurinn Magnús Th. Magnússon (TEDDI) ríða á vaðið og sýna skúlptúra sem hann vinnur úr tré.