Fara í efni

Skráning: Ármannshlaup 2019

Skráning: Ármannshlaup 2019

Ármannshlaupið er 10 km götuhlaup. Hlaupið hefur í gegnum árin verið þekkt fyrir flata braut þar sem margir hafa náð sínum besta tíma.


Tímasetning og staðsetning
Miðvikudaginn 3. júlí 2019 kl. 20:00, ræsing og endamark er í Vatnagörðum við Holtagarða.  

Vegalengdir
10 km hlaup með flögutímatöku. 

Hlaupaleið
Hlaupaleið er nokkuð frábrugðin því sem verið hefur undanfarin ár. Að þessu sinni verður ræst í Vatnagörðum milli Avis og Holtagarða. Þaðan er hlaupið á göngustíg meðfram Sæbrautinni út undir Hörpu. Lykkja er tekin á báðum leiðum við listasafn Sigurjóns Ólafssonar. Smellið hér til að skoða flata og hraða 10 km braut Ármannshlaupsins 2019. 



Skráning og þátttökugjald
Skráningu á vefnum líkur 3. júlí klukkan 19:30 en 19:45 á staðnum. Þátttökugjald er 2500 krónur en hækkar á hlaupadegi í 3000 krónur. Klukkan 17:00 geta keppendur sótt keppnisgögn og skráð sig í Holtagörðum. 

Verðlaun

  • Verðlaunapeningar fyrir fyrstu þrjú sæti karla og kvenna
  • Sigurvegarar í hverjum aldursflokki karla og kvenna hljóta verðlaun.
  • Þátttökupeningar
  • Útdráttarverðlaun


Aldursflokkar
18 ára og yngri

  • 19-29 ára
  • 30-39 ára
  • 40-49 ára
  • 50-59 ára
  • 60 ára og eldri

Viðburður haldinn af:
Frjálsíþróttadeild Ármanns
kt. 491283-0339 
Engjavegi 7
104 Reykjavík
Símanúmer: +354 863 9980 (Örvar Ólafsson)
orvar@frjalsar.is