Fara í efni

SportÞrenna Liðleiki

Holl, fersk og fjölbreytt fæða, úr öllum fæðuflokkunum.
Nýja varan er kölluð SportÞrenna Liðleiki
Nýja varan er kölluð SportÞrenna Liðleiki

Lýsi hf. hefur sett á markað nýja og endurbætta útgáfu af SportÞrennunni en eldri útgáfan hefur notið mikilla vinsælda og trausts meðal Íslendinga til fjölda ára.

Nýja varan er kölluð
SportÞrenna Liðleiki og miðast samsetning hennar við neytendur frá 18 ára aldri. Hráefnið kemur frá Lýsi og öðru fyrirtæki sem sérhæfir sig í gerð slíkra vítamín- og steinefnablanda og var leitast eftir því að öll efni væru á sem auðnýtanlegasta formi fyrir mannslíkamann. Öryggið er haft ofar öllu er snýr að krossmengun og því að engin ólögleg efni komi nærri framleiðslunni. Sama gildir um algenga fæðuofnæmis- og óþolsvaka og því ætti varan að vera örugg fyrir íþróttafólk sem gangast þurfa undir lyfjapróf og þá sem eru með fæðuofnæmi- og óþol.

Holl, fersk og fjölbreytt fæða, úr öllum fæðuflokkunum, og í því magni sem samræmist orkuþörf hvers og eins er besta leiðin til að mæta þörfum líkamans fyrir þau vítamín og steinefni sem hann þarfnast daglega. Einnig til þess að virkni líkamans sé sem best. Almennt er því lögð áhersla á næringu úr fæðu en ekki fæðubótarefnum. Hins vegar eru alltaf einhverjir sem ekki ná að borða á fullnægjandi máta til dæmis vegna fæðuofnæmis, fæðuóþols, vanþekkingar eða lítillar meðvitundar um hollt mataræði og gildi þess fyrir heilsuna.

Við þróun á og ákvörðun á magni bætiefnanna í nýju SportÞrennunni var eftirfarandi haft að leiðarljósi:  Íslenskir ráðlagðir dagskammtar (RDS) (2005), íslensk reglugerð um bætiefni (2009) fyrir konur og karla á aldrinum 18-60 ára, reglugerð um merkingu næringargildis fæðubótarefna (óbreytt í nýrri reglugerð 2011), gildi hámarksskammta af vítamínum og steinefnum, viðmið EFSA fyrir fullorðna (EFSA Reference intakes 2011), viðmið Matvælastofnunar um hámarksskammta af vítamínum og steinefnum, nýjustu ráðleggingar Bandaríkja- og Kandamanna fyrir fullorðna (Dietary Reference Intakes (2010-11). Einnig, niðurstöður nýjustu kannana á fæðuneyslu Íslendinga frá Landlæknisembættinu (2010-11) svo og rannsóknir á gildi andoxunarefna í bætiefnablöndum. Síðast en ekki síst voru nýjar ráðleggingar um daglegt magn vítamína og steinefna sem unnar voru út frá nýjum norrænum ráðleggingum um næringarefni (NRR5 útg. 2013) hafðar til hliðsjónar. Í nýju NNR5 er lagt til að ráðlagðir dagskammtar fyrir D-vítamín og selen séu hækkaðir frá síðustu ráðleggingum (2009). Það var ályktað, meðal annars út frá niðurstöðum rannsóknarvinnu á fæðuinntöku og mataræðis norðurlandabúa. Einnig að önnur vítamín og steinefni sem vert þykir að áhersla sé lögð á séu salt, fólasín og joð. (Þrátt fyrir þessar breytingar á ráðlögðum dagskammti (RDS) fyrir D-vítamín og selen á Íslandi á ekki að breyta merkingum á % RDS í næringargildismerkingum á matvælum).

Lýsis hylkið „Omega-3 Forte“ er óbreytt. Það var talið mjög mikilvægt að halda inni tiltölulega háu magni af Omega-3 fitusýrum í ljósi þess að vísbendingar eru uppi um að magn Omega-3 fitusýra sé of lágt í fæði nútímamannsins. Önnur ábending því til stuðnings er að ljóst er að hlutfall Omega-3 og Omega-6 er óhagstætt þar sem allt of mikið er af Omega-6 fitusýrum.

Ákveðið var að hækka lítilsháttar magnið af bæði hyal joint og kondrótinsúlfat, eða um 25%, þar sem ekki voru talin vera rök gegn því er snýr að öryggi stærri skammta.

http://lysi.is/threnna/index.html

Fríða Rún Þórðardóttir, Næringarráðgjafi, næringarfræðingur, íþróttanæringarfræðingur