Spurt og svarað um Lifðu til fulls uppskriftabókina
Ég er svo glöð að bókin er komin út. Hún er nákvæmlega eins og ég sá hana alltaf fyrir mér.
Ég var svo heppin að fá frábærar konur með mér í verkið.
Ljósmyndirnar eru eftir Tinnu Björt hjá Tinna björt Photography. Anna sá um hönnun og grafík, hún hugsaði t.d. mikið um það að bókin væri notendavæn og svo var það Hildur Hermóðsdóttir sem ritstýrði með einstakri snilld.
Um helgina gerði ég einmitt uppskrift upp úr bókinni – Fjögurralaga RAW snickers sem er vægast sagt himnesk. Ég ætla að bjóða upp á hana í útgáfuboðinu mínu á fimmtudaginn, 15.september, í Græna herberginu, Lækjargötu 6, frá 17-19 og þér er boðið.
Ég hef fengið fullt af frábærum spurningum frá snapchat: lifdutilfulls um bókina sem mér datt í hug að deila með þér.
Er bókin vegan og glúteinfrí?
Allar uppskriftirnar í bókinni eru sykur- og glútenlausar, dásamlega góðar og einfaldar og svo eru þær vegan (lausar við mjólkurafurðir, egg og dýraafurðir). Ég skellti samt inn sérkafla með réttum sem innihalda kjöt og fisk þó ég gefi alltaf upp kosti til að breyta þeim réttum yfir í vegan.
Eru réttirnir í bókinni dæmi um mat sem þú borðar?
Algjörlega. Mataræði mitt samanstendur að miklu leyti af plöntum og litríku fæði almennt. Eftir að ég breytti yfir í þessa hreinu fæðu hefur mér aldrei liðið betur. Krónískt meltingarvandamál mitt sem ég hafði lifað með alla ævi, iðraólga (IBS), er horfin, latur skjaldkirtill hefur náð heilbrigðu stigi, þrek mitt og orka hefur aldrei verið eins mikil, liðverkirnir hurfu ásamt aukakílóunum og hvorug hafa komið aftur.
Sem einhver sem hefur farið frá því að vera algjör sykurfíkill og sælkeri sem var háð Ben og Jerry’s ís og snúðum yfir í þetta fæði get ég hreinlega sagt að það besta er að ég upplifi aldrei að ég sé að banna mér neitt, heldur nýt ég þess að borða þennan góða mat. Bónusinn er að mér líður svo miklu betur.
Hvernig passar þú upp á prótein ef þú borðar mest plöntufæðu?
Prótein leynist víðar en ég persónulega gerði mér grein fyrir þegar ég byrjaði breyttan lífstíl. Ég fæ prótein mitt helst úr hempfræjum, chia fræjum, hnetum, fræjum, grænu salati, kínóa, baunum, bee pollen, avókadó, kakó og fisk sem dæmi.
Er þetta ekki tímafrekt?
Ég segi stundum að ég hafi tekið á mig vesenið við gerð bókarinnar og hef ég sett saman búrskápslista með 10 fæðutegundum sem ég á alltaf og þá er auðvelt að gera einhverja uppskrift upp úr bókinni.
Ég elska einfaldleika og þegar ég er orðin svöng finnst mér vont að bíða. Ég byggði því allar uppskriftirnar á því að vera einfaldar, fljótlegar og henta mínum annríka lífsstíl. Ég bætti líka við ýmsum fróðleik um hvernig megi flýta fyrir og gera ískápinn heima að girnilegu búri fullu af heilsufæðu sem allir á heimilinu geta gripið í, eins og með því að gera jógúrt á innan við 5 mínútum fyrir alla vikuna sem bragðast eins og jarðaberja skyr, nema betra!
Er maturinn fyrir alla fjölskylduna?
Já algjörlega og hefur maturinn verið prófaður á fjölskyldumeðlimum og vinum til að reyna hvort hann bragðist jafnvel fyrir þeim sem borða hefðbundinn mat og sykur.
Sumir gætu efast um hvort þessi matur sé virkilega góður á bragðið og svar mitt er að ef maðurinn minn sem lifði hér áður fyrr á kóki, kókópöffsi, pítsum og skyndibita (í orðsins fyllstu merkingu) borðaði þetta af bestu lyst þá var það uppskrift sem fór í bókina.
Hér eru nokkur ummæli frá fjölskyldum sem ég hef hjálpað síðustu ár og hvað þau segja:
,, Við fjölskyldan leituðum til Júlíu til að koma mataræðinu á hærra plan. Áður upplifðum við mjög oft þreytu og slen þrátt fyrir góðan nætursvefn og reglulega líkamsþjálfun. Uppskriftir Júlíu hafa aldeilis slepgið í gegn á okkar heimili, með þeim finnum við betri líðan og orku ásamt þeim góða bónus að mittismálið hefur minnkað umtalsvert. við mælum hiklaust með bók júlíu.”
Aðalsteinn Scheving
„Ég er mikill matgæðingur og nammigrís. Aldrei hefði ég trúað því að ég myndi geta hætt að borða sælgæti en núna langar mig ekki einu sinni í það þótt það sé fyrir framan mig. Það er meira að segja hægt að búa til „nammi“ sem er mjög hollt. Allar girnilegu mataruppskriftirnar og nammið virkar fyrir alla fjölskylduna. Auk þess hef ég lést um 10 kíló, bara með því að taka til í mataræði mínu. Bókin hefur eitthvað fyrir alla“
Vala Ólöf Jónasdóttir
Er þetta dýrt?
Það gæti verið aðeins dýrara í upphafi eins og svo oft er þegar skipt er um lífsstíl. En um leið og það er komið ættirðu ekki að finna mun á innkaupunum.
Má ég aldrei borða sykur aftur?
Hey, við þurfum öll eitthvað sætt. En málið er hvernig við fáum sætuna, það er stóra málið. Hvítur sykur sem og fleiri sætuefni innihalda mikinn frúktósa. Þegar við neytum of mikils frúktósa ræður lifrin ekki við að brjóta hann allan niður og geymir umframmagn sem fitu.
Of mikil neysla á frúktósa er í dag talinn einn aðalorsakavaldur, vanlíðunar, ofþyngdar, þreytu og magnleysis, uppþembu, streitu, húðvandamála, bauga og ýmissa sjúkdóma.
Í bókinni er kafli sem fjallar eingöngu um náttturuleg sætuefni og hvernig á að velja þau og nota.
Ég mæli með að prófa að sleppa unnum sykri í 1-2 vikur, 14 daga ef þú getur vegna þess að þá ná bragðlaukar að jafna sig og sykurpúkinn hverfur úr líkamanum. Ég setti því upp matseðil og innkaupalista sem fylgir bókinni til að auðvelda þér að byrja. Það kemur flestum á óvart hversu bragðgott hægt er að hafa það án sykurs og þeim fer að líða einfaldalega svo miklu betur að þau vilja ekki fara aftur í hvíta sykurinn? En mestu skiptir að draga úr neyslunni eins mikið og hægt er.
Fyrir hvern er bókin Lifðu til fulls?
Mataræðið er fyrir þig ef þú vilt auka orku og allsherjar vellíðan. Líkaminn finnur sitt jafnvægi og hvort sem þú vilt léttast varanlega, þyngjast eðlilega eða hvorugt getur plöntumiðað mataræði hentað þér og allri fjölskyldunni.
Uppskriftir bókarinnar og lífsstílinn getað virkað fyrir þig ef þú:
- Hefur mikla sykurþörf
- Vilt léttast á heilbrigðan og varanlegan hátt
- Vilt bæta svefn
- Vilt skapa þér heilbrigðan lífsstíl til frambúðar
- Ert algjör byrjandi í heilsusamlegum lífsstíl
- Hefur breytt um lífsstíl og vilt halda áfram
- Átt annríkt og vilt fljótlegan og hollan mat
- Vilt bæta meltinguna
- Vilt draga úr bólgum og hugsanlega verkjum
- Vilt auka hreyfigetu og kraft
- Vilt bæta árangur og úthald í æfingum eða íþróttum
- Vilt finna bragðgóða leið að hollustu sem getur komið í stað skyndibita
- Hefur liðverki eða gigtareinkenni
- Hefur latan eða vanvirkan skjaldkirtil
- Ert með eða hugsanlega með sykursýki 2
- Ert með PCOS (fjölblöðrueggjastokka heilkenni) eða annað hormónaójanfvægi
- Ert á breytingarskeiðinu og vilt reyna að draga úr óþægindum
- Hefur prófað megrunarkúra og gefist upp á boðum og bönnum
- Vilt komast í betra andlegt og líkamlegt jafnvægi
- Vilt fallegri húð, heilbrigðara hár og sterkari neglur
- Vilt heilbrigt viðhorf gagnvart mataræði þínu
- Vilt bæta útlit og auka vellíðan!
Hvað gæti ég upplifað ég fer eftir uppskriftum bókarinnar?
Hér eru nokkur umsagnir sem geta hjálpað þér að sjá hvað má búast við.
„Ég dáist að heildarsýn Júlíu á heilsu og fegurð að innan sem utan. Myndirnar í bókinni eru einstaklega fallegar og uppskriftirnar einfaldar og fljótlegar sem gerir auðvelt að hefja breytan lífsstíl. Maturinn hennar Júlíu fyllir mann orku, gleði og krafti. Ég elska þessa bók! “
Yesmine Olssen, matreiðslubókahöfundur og sjónvarpskokkur
„Ég legg mikla áherslu á hollt, fjöllbreyt og fljótlegt matarræði og uppskriftir þessar bókar gefa mér akkurat það. 90% af fæðu minni kemur úr jurtaríkinu og finn ég góða orku allan daginn af og árangur í lyftingum. Ég mæli með bókinni fyrir alla þá sem vilja borða hreint og líða vel. “
Dr. Anna Hulda Ólafsdóttir, fyrrum norðurlandameistari í lyftingum og keppandi í crossfit.
„Maturinn í þessari bók er hreint æðislegur. Eftir að hafa fylgt þessu mataræði í tæpar þrjár vikur leið mér alveg yndislega, ég sef betur, er hætt að svitna á nóttunni, bakverkurinn er nærri horfinn þannig að ég get hreyft mig miklu meira og svo náði ég af mér 18 kílóum. Uppskriftirnar eru einfaldar og gaman að fara eftir þeim! Ef þú kaupir þér bók í ár láttu það vera þessa“
Marta Klein
„Ef þig langar til að líða vel í eigin skinni þá mæli ég hiklaust með að þú fylgir uppskriftunum í þessari bók. 7 kíló fóru á fyrstu 2 mánuðum og hefur haldist síðan. Ég hef fylgt mataræðinu síðustu 10 mánuði og líðanin er svo miklu betri. Liðverkirnir eru horfnir og aukakílóin farin, svo er bara gaman að finna hvað matur skiptir líkamann miklu máli..“
„Ég var í algjörri sykurneyslu, alltaf orkulaus og þung á mér en með því að fylgja uppskriftum Júlíu er þessi löngun farin og ég elska matinn! Líkaminn verður orkumeiri og léttari með hverjum bita og það kom mér á óvart hvað er í raun auðvelt að tileinka sér þetta nýja mataræði. Þessi bók hjálpar mér að læra að sneiða framhjá sykri og hugsa vel um sjálfa mig. “
Viktoría Birgisdóttir
Hvar get ég keypt bókina?
Bókin er komin um allt land og fæst m.a í verslunum:
- Eymundsson
- Mál og Menning
- Nettó
- Hagkaup
- Gló Fákafeni
- og svo miklu víðar.
Bókin er bók mánaðarins hjá Eymundsson og fæst þar sértilboði þennan mánuði á 5590 kr (fullt verð 6990 kr). Ef þú ert í vildarklúbbnum er auka afsláttur gefin.
Ég vonast til að sjá þig í útgáfuboðinu á fimmtudag.
Ef þú ert búin að næla þér í eintak af bókinni eða kaupir hana notaðu endilega #lifudutilfullsbok á samfélagsmiðlum svo ég geti séð hvað þú ert að elda og gera gott.
Láttu mig vita í spjallinu ef það eru einhverjar fleiri spurningar um bókina eða mataræði mitt.
Það er alltaf gaman að heyra frá þér. Ef þér líkaði greinin ekki hika að deila með vinum á facebook, september er upplagður mánuður að koma okkur í gang eftir sumarið!
Heilsa og hamingja
Júlía heilsumarkþjálfi