Fara í efni

Þetta er mikilvægt að vita því það gæti bjargað lífi þínu!

Einn fylgifiskur þess að eldast eru auknar líkur á hjartaáfalli.
Þetta er mikilvægt að vita því það gæti bjargað lífi þínu!

Einn fylgifiskur þess að eldast eru auknar líkur á hjartaáfalli. Þessi litli vöðvi sem hvorki sefur né hvílist dælir án afláts og heldur blóði líkamans í stöðugri hringrás um æðarnar.

En hjartað getur líka orðið þreytt og lasið og því þarf að hlusta vel á það. Allar tölur sýna að hjarta- og æðasjúkdómar eru helsta dánarorsök beggja kynja.

Viðvörunarmerkin geta verið væg

Mikilvægt er að þekkja einkenni hjartaáfalls en viðvörunarmerkin geta þó oft verið það væg að fólk ákveður að eitthvað annað heilsufarslegt hrjái það og bíður því jafnvel of lengi með að leita sér hjálpar. Það ætti hins vegar ekki að gera.

Hér eru helstu einkenni hjartaáfalls

Þyngsli eða herpingur fyrir brjósti.

Mæði

Þreyta

Brjóstsviðatilfinning

Sviti/kaldur sviti

Þreyta

Svimi

Kviðverkir

Ógleði

Yfirliðstilfinning

Verkir eða óþægindi í baki, hálsi eða kjálka

Óreglulegur hjartsláttur

Hjartastopp

Flensueinkenni, þreyta, sviðatilfinning og ógleði

Fáir þú óþægindi yfir brjóstkassann, og sem liggja undir hann miðjan, og vara lengur en fimm til tíu mínútur getur verið að um kransæðastíflu sé að ræða. Þessi óþægindi geta bæði komið og farið eða verið viðvarandi.

Fólk lýsir þessu sem sviðatilfinningu, herpingi og bítandi verk sem auðvelt er að rugla saman við . . . LESA MEIRA