Þetta eru sjokkerandi fréttir, íslenskar konur yfir tvítugu eru þær feitustu í Vestur-Evrópu og karlmenn eru næst feitastir.
Samkvæmt nýrri rannsókn sem birt er í læknablaðinu Lancet að þá eru íslenskar konur yfir tvítugu þær feitustu í Vestur-Evrópu og karlar eru næst feitastir.
Guardian og BBC fjölluðu um málið í gær. Þar kemur fram að miðað sé við BMI stuðulinn, hann reiknast út sem þyngd í kílóum deilt með hæð í metrum í öðru veldi. Ef stuðullinn er á bilinu 25 til 29,9 að þá er um ofþyngd að ræða. Ef hann er hærri en 30 þá þjáist fólk af offitu.
Samkvæmt þessari rannsókn er 73,6% íslenskra karlmanna yfir tvítugu of feitir eða þjást af offitu. Þeir eru í örðu sæti á eftir Möltu.
Íslenskar konur yfir tvítugu eru þyngstar kvenna í Vestur-Evrópu samkvæmt þessari rannsókn. 60,9% eru of feitar og 54,6% þjást af offitu. Þar á eftir koma 57,8% kvenna á Möltu.
Samkvæmt niðurstöðu rannsóknarinnar eru 2,1 milljarður manna í heiminum of feitur eða þjáist af offitu. Þessi hópur taldi 875 milljón manns 1980. Rannsóknin sýnir að engin þjóð í heiminum hafi snúið þróuninni við en í sumum þróuðum ríkjum hafi tekist að koma í veg fyrir að það fjölgi í hópnum.